Stytta ţarf binditíma verđtryggđra reikninga

Ţeir sem eiga einhverjar krónur aukalega spyrja sig nú hvar best sé ađ geyma ţćr. 

Möguleikarnir eru verđtryggđir reikningar, međ 4-5% vöxtum og óverđtryggđir innlánsreikningar svo sem vaxtaţrepareikningar međ 14- 15% vöxtum.

Fjármálaráđgjafar reyna ađ ráđleggja fólki heilt enda ţótt ţeir vilji stíga varlega til jarđar eins og gefur ađ skilja eftir ţađ sem á undan er gengiđ. 

Flestir ráđleggja fólki, nú sem oft áđur, ađ setja ekki öll egg í eina körfu.

Margir vilja meina ađ skynsamlegast í stöđunni sé ađ setja peningana sína inn á verđtryggđa reikninga ţar sem verđbólgan er mikil og gćti átt eftir ađ aukast.

Verđtryggđir reikningar eru bundnir samkvćmt lögum í 36 mánuđi sem er of langur tími ef tekiđ er miđ af ţví ađ efnahagsumhverfi ţjóđarinnar er vísast til ađ taka breytingum nćstu misseri. Sem dćmi, taki verđbólgan ađ lćkka verulega eru ađrir ávöxtunarmöguleikar vćnlegri en verđtryggđir reikningar.

Ţess vegna hugsar fólk sig tvisvar um áđur en ţađ setur megniđ ađ sparnađi sínum inn á verđtryggđan reikning ţar sem ekki er hćgt ađ hreyfa viđ innistćđunni nćstu ţrjú árin.

Ţađ yrđi ţví til bóta ef ríkisvaldiđ myndi endurskođa ţessi lög međ ţađ í huga ađ lćkka binditíma verđtryggđra reikninga. 


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Johann Trast Palmason

Heldurđu ađ ríkisvaldiđ eigi peninga til ađ borga ţetta út.....

Johann Trast Palmason, 4.11.2008 kl. 14:05

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ţetta ţarf ekki ađ verđa afturvirkt en ef tekin yrđi ákvörđun ađ stytta binditímann ţá eru meiri líkur á ađ fólk leggi peninga inn á ţessa reikninga á međan verđbólgan er eins og hún er.

Kolbrún Baldursdóttir, 4.11.2008 kl. 15:11

3 Smámynd: Sólveig Hannesdóttir

Ég tek alfariđ undir ţetta, ţađ ţarf ađ koma ţví á ađ stytta ţennan tíma, fólk er hrćtt viđ ţessa bindingu, og jafnvel val um tíma, ţó međ einhverjum mörkum, kerfisins vegna.

Sólveig Hannesdóttir, 5.11.2008 kl. 14:08

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband