Afskráning lána til kaupa á hlutabréfum ósanngjarnt gagnvart almenningi


Enn hefur það ekki verið staðfest hversu margir starfsmanna bankanna, FL Group (Flugleiða), Exista, Sjóvá, TM og e.t.v. margra annarra fyrirtækja fengu milljóna/milljarða að láni til að kaupa hlutabréf samkvæmt kaupréttarsamningum.

Voru þessi lán þurrkuð út með einu pennastriki skömmu fyrir fall bankanna?
Ef svo er þá stríðir þessi gjörningur gegn öllu því sem teljast má sanngjarnt og eðlilegt.

Hvatinn af því að taka lán til hlutabréfakaupa samkvæmt kaupréttarsamningum er vonin um aðgræða. Græða milljónir á milljónir ofan hefur þá verið hugsun þeirra sem nýttu sér þetta.

Aðeins lykilaðilar bankanna hafa geta verið þeir sem ákváðu að þessi lán skyldu afskráð á þeirri stundu þegar ljóst var hvert stefndi.  Sjálfsagt hefur þeim verið það ljúft enda hafa þeir þá sjálfir verið hluti af þessum hópi. Þegar hrunið blasti við þá var lánið bara strokað út og viðkomandi skuldarar hreinsaðir af öllum kröfum eins og þeir hefðu aldrei tekið neitt lán.

Í hlutabréfakaupum fylgir eðli málsins samkvæmt áhætta. En ekki hjá þessum hlutabréfakaupendum. Þeir gátu ekki tapað, bara grætt.

Óréttlætið sem í þessu felst hefur að gera með ójafnræði.

Á meðan þessir aðilar ganga í burtu frá skuldbindingum sínum við lánastofnunina er öðrum sem tóku lán til að greiða niður húsin sín eða skuldir gert að standa við sínar út í ystu æsar.

Nú er verið að vinna að björgunaraðgerðum upp á líf og dauða. Á meðan er e.t.v. ekki svigrúm til að rannsaka og skoða öll vafamál sem litið hafa dagsins ljós síðustu vikur.

Ég vona samt að rannsókn afskráningu þessara lána sé ofarlega á forgangslistanum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mér er minna umhugað um það hvort "rannsókn" sé ofarlega á blaði og meir að við hin, sem tóku lán í erlendri mynt (af því að íslensk var of dýr og vísitölutryggð) fáum úrbætur.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.11.2008 kl. 18:25

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já auðvitað, mér finnst þetta bara svo mikið óréttlæti gagnvart einmitt þeim sem er með lán hvort heldur vísitölutryggð eða í erlendri mynt.
Einhverjir þessara aðila sem fengu lán sín afskrifuð eru enn við stjórnvölinn í bönkunum hinum nýju.

Kolbrún Baldursdóttir, 12.11.2008 kl. 18:32

3 Smámynd: Jón Aðalsteinn Jónsson

skatturinn á eftir að kíkja á þetta gæti verið að þetta væri í raun verra en heima setið

Jón Aðalsteinn Jónsson, 12.11.2008 kl. 22:59

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband