Sé blaðagrein eða frétt skrifuð af heift og reiði getur hún varla verið mjög trúverðug.

Reiði er allsráðandi þessa dagana vegna fjármálahruns íslenska hagkerfisins. Ásakanir ganga á víxl á sama tíma og þeir sem fá á sig megnið af þeim reyna að verjast þeim.

Á síðum dagblaðana lesum við nýjustu fréttir af atburðum þessu tengdu, greinar sem fólk hefur sent inn til blaðanna og greinar blaðamanna sem hafa það hlutverk fyrst og fremst að upplýsa almenning um gang mála með eins trúverðugum hætti og aðstæður leyfa hverju sinni.

Mig langar að segja nokkur orð um skrif blaða- og fréttamanna.

Sé grein blaðamanns gegnsýrð af heift og hatri í garð þess einstaklings eða fyrirtækis sem verið er að skrifa um hlýtur það að rýra trúverðugleika greinarinnar (fréttarinnar) til muna.

Hafi blaða/fréttamaður fyrirfram  neikvætt viðhorf og jafnvel hatursfullar hugsanir í garð viðfangsefnis síns getur hann varla fjallað um það með trúverðugum hætti.
Hatrið og fyrirlitningin mun ávallt skína í gegn og lita innihaldið.

Blaða- og fréttamenn verða að reyna að gæta hlutleysis. Séu þeir af einhverjum orsökum uppfullir af reiði og hatri gagnvart þeim sem þeir eru að skrifa um eru þeir einfaldlega vanhæfir til verksins og ættu eðli málsins samkvæmt að segja sig frá því. Að öðrum kosti eiga þeir á hættu að fólk dæmi skrif þeirra ótrúverðug. Einnig er hætta á, þegar upp er staðið að skrif sem sprottin eru úr slíkum jarðvegi skaði þann fjölmiðil sem þeir starfa fyrir þá stundina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Sæl Kolbrún

Reiðin getur tekið frá mér skynsemina, rökræna hugsum og allt það sem skapar umræður á grundvelli skynseminnar.

Með orðum sem sögð er í reiði, tapa ég minni eigin sjálfsvirðingu og jafnframt virðingu annarra fyrir mér.

Mér hefur fundist örla á því hjá fjölmiðlafólki nú undanfarið að það hafi látið eignin reiði stjórna um of  málflutningi og fyrirspurnum í viðtölum.

Að stjórna reiði sinni við slíkar aðstæður sem nú eru, er vissulega mikil kúnst. Nú eru tímar stórra atburða og því enn vandasamara að vera í fjölmiðlun.

Það er orðin vandfundin sú bloggfærsla sem er ekki full að hatursfullum fullyrðingum um menn og málefni.

Heilu síðurnar eru undirlagðar af nafnlausu skítkasti, sem ekkert skilur eftir nema óbragð í munni.

Þakkir fyrir þessa færslu þína, hún er eins og gullmoli í sorpinu.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 24.11.2008 kl. 11:37

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband