Klára þetta fyrir jól - heilkennið

Ég er komin með þetta heilkenni og réttast er að kalla það:

Það þarf að klára þetta fyrir jól!


Hvað er eiginlega með þetta FYRIR JÓL dæmi.

Fyrir hver jól reyni ég að sporna við þessari tilfinningu og hugleiði í góðum tíma með sjálfri mér að vera nú bara róleg þótt eitthvað þurfi að klára, þá þarf ekki að klára það fyrir 24. desember.

En svo... finn ég hvernig hægt og bítandi þetta kapp, þetta óþol byrjar að heltaka mig og ég missi út úr mér:

Við verðum að klára þetta fyrir jól og helst vel fyrir jól svo það verði ekkert stress síðustu dagana fyrir jól!!

Þetta er náttúrulega bara bull og vitleysa.

Það kemur dagur og dagar eftir þessi jól og sumt má vel bíða þar til eftir jól, eða hvað? Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég er blessunarlega búin að losa mig við þessa tilfinningu.Mikill léttir það

Birna Dis Vilbertsdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 11:33

2 identicon

Hef tekið upplýsta ákvörðun að forðast það eins og hægt er. Reyni að njóta aðventunnar. Enda eru líka blessunarlega gjörbreytir tímar.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 26.11.2008 kl. 17:27

3 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Þetta er pest sem ég hef verið með og hún lýsir sér þannig að ég dreg að gera hlutina þar til á síðustu stundu. Ég er reyndar komin í annað húsnæði núna, heldur en ég hef búið í síðan 1972. Nú á að breyta þessu og ekki að stressa sig yfir öllu mögulegu. Við erum bar tvö í heimili og svo kemur yngri sonur okkar heim. Hann er 32 ára og ekki þarf ég að baða hann eða klæða. Svo er ég ekki lengur meðhjálpari í kirkjunni með skyldumætingu í aftansöng.

Ég veit bar ekki hvað ég er að væla, nú bara að hætta svona vitleysu. 

Hólmfríður Bjarnadóttir, 26.11.2008 kl. 18:09

4 Smámynd: Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock)

Ég held að þeir duglegri seti sér þessi góðu gömlu gildi til viðmiðun til að klára það sem konum þótti í gamla daga sjálfsagt, eins og þrífa allt húsið baka smákökur, búa til rauðkál, svínasulta og súrsa, búa til jólasultu og jafnvel prjóna sauma og hekla hluti með sál til jólagjafa. Ég hinsvegar þekki fullt af konum sem gefa ýmsar yfirlýsingar til að losna undan þessum góðu gildum og oftar eru það konur sem gengið hafa menntaveginn. Nei nú eru breytir tímar og við öll ætlum að breyta þessu í heimi græðginar og leti, sínum ábyrgð í uppeldi og virkri þáttöku til jólanna.

Þorsteinn Ásgeirsson (Icerock), 26.11.2008 kl. 19:21

5 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Uss ég er svona líka verð að breyta þessu. Kveðja

Kristín Katla Árnadóttir, 27.11.2008 kl. 17:20

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband