Tímabært að draga úr jólakortasendingum frá opinberum aðilum, ráðuneytum og ríkisfyrirtækjum

Á hverju ári senda opinberir aðilar sem dæmi ráðuneytin jólakort til tugi ef ekki hundruða aðila þar á meðal flokksfélaga ráherranna og fyrirtækja sem ráðuneytin hafa átt viðskipti við á árinu.

Það þarf ekki ríkt ímyndunarafl til að gera sér grein fyrir þeim óhemju kostnaði sem þessu fylgir, kostnaður sem kemur að sjálfsögðu beint úr vasa skattgreiðenda.

Vissulega fylgir þessum jólakortasendingum frá ráðamönnum hlýhugur og fallegar óskir. En nú þegar efnahagur þjóðarinnar er í molum er tilvalið að hreinlega leggja þessar jólakortasendingar af og nýta peningana sem þetta kostar í eitthvað þarflegra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir

Já mikið rétt hjá þér Kolbrún, ég sendi ekki eitt einasta jólakort í ár og það hefur aldrei gerst áður og ég verð að skera niður jólagjafirnar til barnanna minna líka.  það mætti líka lækka aðeins verðið hjá ykkur sálfræðingunum, ég veit um fólk sem þarf sálfræðisaðstoð en hefur ekki efni á að fara til sálfræðings.Ég fór til tannlæknis um daginn til að láta líma uppí mig eina litla krónu ( tönn) sem losnaði, það kostaði 8 þús. Við vitum að þeir sem minnst mega sín fara verst út úr þessari kreppu.

Gleðileg jól .

Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir, 19.12.2008 kl. 10:26

2 Smámynd: Haukur Gunnarsson

Kolbrún er þér hjartanlega sammála, þetta er eitthvað sem má bíða betri tíma. Eða hætta alveg við.

Haukur Gunnarsson, 19.12.2008 kl. 15:49

3 Smámynd: Magnús Paul Korntop

Er þér mikið sammála.

Magnús Paul Korntop, 20.12.2008 kl. 00:58

4 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Mörg góðgerðarfélög nota jólakortasölu sem aðaltekjulind sína, þess vegna get ég ekki tekið undir þessa hugmynd heilshugar.

Róbert Þórhallsson, 20.12.2008 kl. 03:09

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já enda um að gera að kaupa slík jólakort og það getur vel verið að ráðuneytin,  Reykjavíkurborg og aðrar ríkisreknar stofnanir eins og Orkuveitan kaupi einmitt jólakort af góðgerðarfélögum.

Alla vega ættum við sem einstaklingar endilega að kaupa jólakort þessara félagasamtaka  til að styrkja góð málefni.

Kolbrún Baldursdóttir, 20.12.2008 kl. 09:38

6 Smámynd: Guðbjörn Guðbjörnsson

Sæl Kolbrún!

Ég vinn hjá ríkinu og það verða einungis send rafræn jólakort þetta árið.

Embættið sem ég vinn hjá hefur ekki einungis aura til að kaupa litla jólagjöf handa starfsmönnum, svo fjársvelt er það.

Guðbjörn Guðbjörnsson, 20.12.2008 kl. 09:51

7 Smámynd: Róbert Þórhallsson

Ég veit það fyrir víst að jólakortasala til fyrirtækja hefur dregist saman og því bitnað á þeim sem verst mega við því. Persónulega þá styrki ég SKB og ef það er einhvern tímann nauðsyn að styrkja þá þá er það akkurat núna.

Punkturinn hjá þér Kolbrún er góður en ég varð að koma þessu á framfæri.

Róbert Þórhallsson, 20.12.2008 kl. 12:00

8 Smámynd: Kristín Katla Árnadóttir

Ég óska þér og þinni fjölskyldu gleðileg jól.

Kristín Katla Árnadóttir, 20.12.2008 kl. 13:34

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband