Ár Óvissunnar rennur brátt upp

Maður heyrir gjarnan þessa dagana fólk ræða um hvað framundan kann að vera og hvað næsta ár beri í skauti sér.

Í umræðu af þessum toga má heyra að í hugum fólks er framundan mikil óvissa.

Dæmi um spurningar sem heyrast eru:
Hvernig verður þetta allt? Ætli þetta verði mjög erfitt?  Munu mörg fyrirtæki verða gjaldþrota? Mun atvinnuleysi aukast? Heldur ríkisstjórnin velli? Verður ákveðið að fara í ESB aðildarviðræður? Hvernig mun krónunni reiða af?

Þetta er aðeins brotabrot af þeim vangaveltum og spurningum sem bærast meðal manna nú þegar stutt er þangað til árið 2009 gengur i garð.  Svo mikil óvissa ríkir um svo margt og á svo mörgum sviðum að maður man ekki annað eins.

Það hlýtur þó að vera eitthvað sem hægt er að vera viss um,  kannski ekki alveg fullviss um en samt nokkuð viss.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Survival of the fittest

Það er alveg fullvíst að við vöknum á morgnana, börnin fara í skólann, grautur verður étinn, við (sem höfum enn vinnu) mætum í vinnuna, við kaupum bensín á bílinn, förum í ehehemmmm bónus, eða einhverja aðra matarkistu og kaupum mat, eða öllu heldur bankinn okkar, þar sem krítarkortið er notað.

Dagarnir munu liða og við munum halda áfram að draga andann og brosa og hafa gaman af lifinu og því sem við erum vön að hafa gaman af.  

Eitt mun þó óhjákvæmilega breytast,  framtíð barna okkar, þar sem þau eiga að taka við þessu öllu saman sem við höfum lagt af mörkum á þessum tíma.  

Survival of the fittest, 27.12.2008 kl. 11:39

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já akkúrat, það kemur dagur eftir þennan dag, fyrir all flesta.

Fyrir okkur öll markar þetta rót vissulega nýtt upphaf og margir hafa nú þegar tekið upp nýjan lífstíl með nýju gildismati.

Á nýju ári  er góður tími til að hefja þessa vegferð að fullri alvöru, virkja gleði- og sameiningartáknin.

Við höfum jú alltaf hvert annað.

Kolbrún Baldursdóttir, 27.12.2008 kl. 11:53

3 identicon

Ég trúi því að það kemur sem við látum koma.  Þetta er allt saman spurning um hvað við ætlum að gera.

Ætlum við að skríða inn í holurnar okkar og veslast upp.  Ætlum við að hætta að vinna og hætta að gera alla þá hluti sem við leyfðum okkur áður.

Eða ætlum við að standa þetta af okkur og halda okkar striki.

Það sem að er verst af öllu fyrir bæði fólkið og atvinnulífið er það hvað allir eru eitthvað stopp.  Það þorir enginn að gera neitt því þeir vita ekkert hvað er framundann.

Það er ekki flókið að komast að því hvað er framundann, við þurfum bara að ákveða það sjálf.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 27.12.2008 kl. 17:26

4 Smámynd: Ágúst H Bjarnason

Það er alveg ljóst að næstu mánuðir verða erfiðir fyrir marga. Það er þó engin ástæða til að gefast upp. Til lengri tíma litið er framtíðin björt.

Ágúst H Bjarnason, 27.12.2008 kl. 19:15

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband