Enginn fór í sjóinn árið 2008

Það gladdi að lesa að enginn lét lífið í sjóslysi á árinu 2008. Skýringarnar eru margar og má rekja þær flestar til ýmis konar framfara í björgunarmálum, til hærri öryggisstaðla en einnig til þess að fækkað hefur í stétt sjómanna.  

En stundum er það þannig að slysin gera ekki nein boð á undan sér og gildir þá einu aðgát, varkárni, björgunarútbúnaður eða háir öryggisstaðlar.  Tilviljanir og heppni eða óheppni spila nefnilega sína rullu líka í þessu sem öðru.

Þessi frétt vekur fögnuð því það var einmitt sjórinn sem tók jafnan stærsta tollinn hér á árum áður.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband