Fjárplógsstarfssemi gömlu bankanna á ÍNN í kvöld

landsb_2mbl0177109.jpgUndirgefnir eða óupplýstir starfsmenn Landsbankans?
Vissu einhverjir starfsmenn þegar þeir hringdu í viðskiptavini bankans rétt fyrir hrunið að bankinn væri á leiðinni á hausinn innan fárra daga?
Eða var þetta bara undirgefið og hlýðið starfsfólk sem haldið var fyrir utan allan raunveruleika og sannleika?
Vísbendingar eru um að starfsfólk bankans hafi rétt áður en bankinn hrundi, fengið fyrirmæli frá yfirboðurum sínum um að hringja í fólk sem átti fé á innlánsreikningum og hvetja það til að leggja peningana inn á Peningamarkaðssjóði. 

Hörður og Ómar eru gestir þáttarins í kvöld og segjast ekki hafa lagt öll spilin á borðið enn. Þeir félagar eru í forsvari fyrir hreyfingu einstaklinga (réttlaeti.is) sem hefur það að markmiði að endurheimta tap sem hlaust af einhliða uppgjöri á Peningamarkaðssjóðum Landsbankans.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

horfði á þáttinn þetta var var athygli vert sem  HÖRÐUR og ómar sögðu frá þetta virðist vera skiplögð fjársvik

Ólafur Th Skúlason, 13.1.2009 kl. 10:13

2 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

sæl takk fyrir góðan þátt í gærkvöldi þetta var athyglivert sem þessir menn sögðu

Ólafur Th Skúlason, 13.1.2009 kl. 12:02

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband