Gleymum ekki að snerta hvort annað.

Nú þegar hart er í ári, dimmt og hráslagalegt úti er lag að huga að innihaldi sambanda.  Þau sambönd/hjónabönd sem innihalda snertingu og hlýlega framkomu standa betur að vígi í  erfiðleikum og undir álagi. Þessi vegna eru þessi sambönd einnig líklegri til að vara ef samanborið við sambönd þar sem parið hefur einhverra hluta vegna ekki tekist að gera snertingu og hlýlega framkomu í garð hvors annars að venju í sambandinu. 

Gildi snertingar í samböndum er margþætt.

  1. Snerting í samböndum minnir á hvers eðlis sambandið er.
  2. Snerting er smyrsl á streitu, uppnám, vonbrigði og reiði.  
  3. Snerting er spennulosandi bæði fyrir þann sem snertir og þann sem er snertur.
  4. Snerting er huggandi og græðandi.
  5. Snerting er merki um væntumþykju. 
  6. Sá sem snertir maka sinn er að tjá honum að hann óski eftir nálægð við hann.
  7. Snerting er könnun á viðbrögðum, upplýsingar um hvernig hinum aðilanum líður. Til dæmis í þeim tilvikum þar sem fólk hefur verið að deila þá má með því að snerta maka sinn athuga hvort það séu móttökuskilyrði fyrir umræðu eða sættir
  8. Snerting gefur yl og hlýju í bókstaflegri merkingu. Ylur slakar á spennu í vöðvum og hefur því mildandi áhrif ef viðkomandi er í uppnámi.
  9. Fyrir þann sem er lokaður að eðlisfari kemur snerting og ástúðleg tjáning oft í staðinn fyrir orð. Snerting er mjög öflugt tjáningarform og segir oft allt sem segja þarf
  10. Snerting getur einnig virkað hvetjandi á talfærin. Snerting og ástúðleg orð haldast gjarnan hönd í hönd.  

Sambönd sem eru rík af snertingu eru oft farsæl. Parið er fljótar að vinna úr ágreiningsmálum því það langar til að komast sem fyrst aftur í snertingu við hvort annað. Ferli togstreitu, reiði og pirrings er oft styttra en í samböndum þar sem parið snertist sjaldan eða aldrei. Þeir sem eru vanir daglegri snertingu við maka sinn vilja ekki lengi vera án hennar. Fráhvarfseinkenni gætu auðveldlega gert vart við sig.

knusrimg0167.jpg



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sólveig Þóra Jónsdóttir

Er svo innilega sammála þér.

Sólveig Þóra Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 01:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband