Kynning á RÉTTLÆTI

Opinn fundur vegna Peningabréfa Landsbankans.

Réttlæti.is, samtök sem berjast fyrir réttlátu uppgjöri á Peningabréfum Landsbankans, boðar til opins fundar fimmtudaginn 22. janúar n.k. kl. 20:00.
 
Fundarstaður er í Laugardalshöll, inngangur A, salur 1. 
Efni fundarins er eftirfarandi:
1.   Kynna að RÉTTLÆTI.is hefur fengið til liðs við sig Hilmar Gunnlaugsson hrl. hjá Regula lögmönnum, en hann hefur tekið að sér málssókn fyrir okkar hönd á hendur Landsvaka dótturfélags Landsbankans sem nú er í eigu NBI. Hilmar mun á fundinum fara yfir stöðuna.
2.   Öflun umboða til að lögmaðurinn geti unnið fyrir sem flesta umbjóðendur.
3.   Farið yfir framgöngu RÉTTLÆTIS.is í baráttu samtakanna og hvað er framundan. 

Nánar um RÉTTLÆTI.is á www.rettlaeti.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband