Sheikinn greiddi ekki af láninu. Hver botnar annars í þessum viðskiptaháttum?

Satt að segja botna ég ekkert í þessum viðskiptaháttum Ólafs Ólafssonar, eins stærsta hluthafa Kaupþings og Sheiks bin Khalifa Al-Thanis af því sem ég hef heyrt og lesið.

Hvers konar viðskiptahættir voru þetta eiginlega?
Er hér um ólöglega viðskiptahætti að ræða eða siðlausa nema hvortveggja sé?
Eða er þetta bara allt í lagi?

Ólafur segist hafa viljað styrkja Kaupþing.  Sheikinn fékk lán fyrir helmingi kaupanna frá Kaupþingi og rest frá félagi í eigu Ólafs á Jómfrúreyjum. 
Kaupþing seldi Sheiknum eigin bréf og því hafi engir fjármunir farið úr bankanum.
Greiðsla vegna lánsins til Sheiksin skilaði sér hins vegar aldrei til Kaupþings sem sat uppi með 12.8 milljarða tap.
Skýrsla úr höndum Skilanefndar telur mörg hundruð blaðsíður en verður að því er segir í fréttum ekki gerð opinber í bráð.

Skilur nokkur eitthvað í þessu?Woundering


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Offari

Ég skil ekkert  Er ekki Sheikinn skuldlaus við bankann.  Hvernig er hægt að gerast skuldlaus án þess að greiða? Ég þarf að læra þessa aðferð.

Offari, 20.1.2009 kl. 16:17

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Ég skil EKKERT í þessu rugli öllu

Ásdís Sigurðardóttir, 20.1.2009 kl. 16:26

3 identicon

Hann lánar nafn sitt gegn greiðslu. Bankinn heldur verðgildi sínu í smástund. Agentar hirða umboðslaun og umbi sjeiksins hefur starf og laun. Hvað er svona erfitt við að skilja þetta? Þegar fé hefur ekki hirðir, hremma úlfarnir það. Melta það og skilja eftir bein og skít.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 20.1.2009 kl. 21:25

4 Smámynd: Anna Benkovic Mikaelsdóttir

"löglegt, en siðlaust" ...sagði Vilmundur Gylfa...

Anna Benkovic Mikaelsdóttir, 20.1.2009 kl. 22:22

5 Smámynd: Bergljót Aðalsteinsdóttir

Bíddu nú við fé án hirðis? Ég man ekki betur en Pétur Blöndal teldi peningana best komna í höndum manna einsog Ólafs? Þeir væru hinir fullkomnu hirðar. Hvað brást?'

Bergljót Aðalsteinsdóttir, 21.1.2009 kl. 00:04

6 Smámynd: Einar Jón

Það sem klikkaði var að hirðarnir hirtu allt steini léttara... ekki satt?

Einar Jón, 21.1.2009 kl. 16:37

7 identicon

Einfaldlega verið að búa til "hlutafé" til þess að keyra upp verð á pappír og lánsmöguleika kaupþings.  Hann hefur eflaust fengið góða þóknun fyrir notkunina á nafninu.

Arnar Geir Kárason (IP-tala skráð) 21.1.2009 kl. 23:26

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband