Nýjustu færslur
- 19.11.2024 Hef ekki lent í öðru eins við að koma máli á dagskrá
- 18.11.2024 Máttur samtryggingarinnar
- 16.11.2024 Reynsla sem sálfræðingur rak mig í pólitík
- 14.11.2024 Endurskoða hugmyndir um bílastæðahús- fjölnotahús, skoða þarf...
- 11.11.2024 Ef byggja á í grónum hverfum gengur ekki að vera með einhvern...
- 2.11.2024 Of mikið af kærum
- 2.10.2024 Upplýsingaóreiða bílastæðakjallara og húsa, einkarekin eða bo...
- 1.10.2024 Íbúar hafa lengi verið að kalla eftir auknu umferðaröryggi vi...
- 26.9.2024 Eyðublöð í þúsunda tali við að svara einföldum já/nei spurningum
- 22.8.2024 Bráðavandann í umferðinni verður að leysa
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
2007
Bloggvinir
- Helgi Seljan
- ADHD
- Ágúst H Bjarnason
- Loftur Altice Þorsteinsson
- Andrés.si
- Andri Heiðar Kristinsson
- Ásgeir Rúnar Helgason
- Ásta Möller
- Ásta Kristín Norrman
- Ásthildur Cesil Þórðardóttir
- Sóldís Fjóla Karlsdóttir
- Baldvin Jónsson
- Benedikt Halldórsson
- Bleika Eldingin
- Bwahahaha...
- Bragi Þór Thoroddsen
- Bryndís Haraldsdóttir
- Charles Robert Onken
- Dögg Pálsdóttir
- Dúa
- Eyþór Laxdal Arnalds
- Viðar Eggertsson
- Einar G. Harðarson
- Einar Kristinn Guðfinnsson
- Elín Katrín Rúnarsdóttir.
- Erla Ósk Ásgeirsdóttir
- Jóhannes Ólafsson Eyfeld
- Karl Gauti Hjaltason
- Sesselja Fjóla Þorsteinsdóttir
- Félag um stafrænt frelsi á Íslandi
- Brosveitan - Pétur Reynisson
- Gunnlaugur B Ólafsson
- Guðbjörg Elín Heiðarsdóttir
- Gúnna
- Guðmundur Pálsson
- Grazyna María Okuniewska
- Guðbjörn Guðbjörnsson
- Guðjón Bergmann
- Guðmundur Helgi Helgason
- Guðrún Katrín Árnadóttir
- Guðrún Magnea Helgadóttir
- Guðrún Pálína Karlsdóttir
- Gulli litli
- Gunnar Gunnarsson
- Gunnlaugur Stefán Gíslason
- Guðríður Hrefna Haraldsdóttir
- Gyða Dröfn Tryggvadóttir
- Handtöskuserían
- Hanna
- Hannes Sigurbjörn Jónsson
- Haraldur Haraldsson
- Helgi Jóhann Hauksson
- Helga Lára Haarde
- Helgi Kr. Sigmundsson
- Herdís Sigurjónsdóttir
- Hildur Helga Sigurðardóttir
- Kristín Einarsdóttir
- Heimir Lárusson Fjeldsted
- Högni Jóhann Sigurjónsson
- Hulda Dagrún Grímsdóttir
- Óskar Arnórsson
- Húsfreyja
- Snorri Bergz
- Íbúasamtökin Betra Breiðholt
- íd
- Inga Lára Helgadóttir
- Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir
- Ingólfur Þór Guðmundsson
- Sigurður Einarsson
- Jónína Rós Guðmundsdóttir
- Jón Magnússon
- Jón Þór Ólafsson
- Júlíus Valsson
- Júlíus Brjánsson
- Kristín Katla Árnadóttir
- Killer Joe
- Kjartan Jónsson
- Sólveig Klara Káradóttir
- Magnús Paul Korntop
- Kristín Ástgeirsdóttir
- Bjarki Steingrímsson
- Lífsýn fræðsla og forvarnir
- Friðrik Þór Guðmundsson
- Linda Lea Bogadóttir
- Guðjón Baldursson
- Lúðvík Lúðvíksson
- Lýður Pálsson
- Mafía-- Linda Róberts.
- Margrét Elín Arnarsdóttir
- Magnús Þór Hafsteinsson
- Mál 214
- Alfreð Símonarson
- María Anna P Kristjánsdóttir
- Marinó G. Njálsson
- Marta B Helgadóttir
- Methúsalem Þórisson
- mongoqueen
- Morgunblaðið
- Steinar Immanúel Sörensson
- Gísli Tryggvason
- Ólafur Örn Nielsen
- Jón Svavarsson
- Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir
- Ólafur Th Skúlason
- Ómar Ragnarsson
- Pálmi Gunnarsson
- Sigfús Sigurþórsson.
- Perla
- Ólaf de Fleur Jóhannesson
- Ragnheiður Ólafía Davíðsdóttir
- Helgi Kristófersson
- Róslín A. Valdemarsdóttir
- Sæmundur Bjarnason
- Sæþór Helgi Jensson
- Salvör Kristjana Gissurardóttir
- Katrín
- Sigmar Guðmundsson
- Sigríður Gunnarsdóttir
- Sigurður Rúnar Sæmundsson
- Sigurður Kári Kristjánsson
- Sigríður Jónsdóttir
- Birgir R.
- Hreiðar Eiríksson
- Stefán Friðrik Stefánsson
- Stefana Gunnlaug Karlsdóttir
- Steingerður Steinarsdóttir
- Þorsteinn Briem
- Sigþrúður Þorfinnsdóttir
- Jóhann Pétur
- Sunna Dóra Möller
- superhúsfrú
- Johann Trast Palmason
- Sveinn Atli Gunnarsson
- Þóra Guðmundsdóttir
- Þorsteinn Magnússon
- Gunnar Helgi Eysteinsson
- Valdimar H Jóhannesson
- Þorsteinn Valur Baldvinsson
- Vefritid
- Vertu með á nótunum
- Vilborg G. Hansen
- Elsabet Sigurðardóttir
- Kjartan Magnússon
- Kristján P. Gudmundsson
- Loftslag.is
- Magnús Ragnar (Maggi Raggi).
- Skúmaskot tilverunnar
- Stefán Júlíusson
Engan barnaníðing í mitt hverfi, takk fyrir.
22.1.2009 | 15:10
Engan barnaníðing í mitt hverfi dugar skammt því þeir leynast og okkur tekst aldrei að góma alla.
Þess vegna verðum við að kenna börnunum að þekkja aðstæður sem kunna að vera hættulegar og hvar mörkin liggja. Engar aðferðir eða nálganir eru skotheldar en allt verður að reyna. Ef einhver aðferð eða nálgun verður til þess að bjarga þótt ekki væri nema einu barni frá því að þola kynferðisofbeldi er það sigur.
Ein öruggasta vörnin felst í því að kenna börnunum fáeinar mikilvægar samskiptaleikreglur og brýna fyrir þeim hvar mörkin liggja hvað varðar þeirra eigin líkama og þeirra sem kunna að verða á vegi þeirra.
Staðreyndin er sú að það er óraunhæft að halda að hægt sé að fría samfélagið af veikum einstaklingum svo sem þeim sem misnota og áreita börn og unglinga kynferðislega. Stundum tekst að upplýsa þessi mál, sakfella og dæma en einn góðan veðurdag hefur viðkomandi lokið afplánun og stígur út úr fangelsinu. Í fangelsinu gæti hafa tekist að hjálpa aðilanum upp að einhverju marki en fyrir liggur að rannsóknir sem lúta að árangri meðferðar á kynferðisafbrotamönnum gefa ekki tilefni til nægjanlegrar bjartsýni.
Hafi viðkomandi lokið afplánun að fullu er hann frjáls maður og þarf einhvers staðar að vera.
Það besta og raunhæfasta sem við getum gert er að kenna börnunum snemma ákveðnar leikreglur í samskiptum, fræða þau um hvar mörkin liggja og þjálfa þau í að lesa og meta aðstæður. Jafnframt að kenna þeim viðbrögð þ.e. hvað eigi að gera hafi þau lent í aðstæðum eða samskiptum sem þeim líður illa með.
Börn þurfa kennslu og leiðbeiningu um kynferðislega hegðun eins og aðra hegðun.
Til dæmis, hvernig snerting er í lagi?
Hvaða staðir eru mínir einkastaðir?
Ítreka jafnframt við þau:
Þú átt þinn líkama og enginn má snerta þína einkastaði. Ef einhver vill gera það, hvort heldur hann er kunnugur eða ókunnugur átt þú að flýta þér í burtu og segja frá. Leyndarmál sem láta manni líða illa eru vond leyndarmál.
Skólinn, fagaðilar og grasrótarsamtök geta stutt foreldra í því að ræða um kynferðislegt ofbeldi við börn sín og hvernig þau geta kennt þeim að verjast slíkum árásum.
Vilji skólinn taka inn fræðslu um þessi mál er mikilvægt að hún sé í samstarfi og samvinnu við foreldra. Í kjölfar fræðslu um þessi viðkvæmu mál vakna oftar en ekki spurningar hjá börnunum sem foreldrar, eftir að skóla lýkur, þurfa að geta svarað. Fylgja þarf fræðslu sem þessari eftir og þar eru þeir í aðalhlutverki.
Flokkur: Bloggar | Breytt 23.1.2009 kl. 10:52 | Facebook
« Síðasta færsla | Næsta færsla »
Tenglar
Mínir tenglar
- Í þínum sporum. Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni Verkfærakista við úrvinnslu eineltismála. Frjáls og frír aðgangur
- Heimasíða Kolbrúnar Baldursdóttur Sálfræðistofan, greinar og námskeið
Nóv. 2024
Nýjustu færslurnar
- Kosningagos
- Úkraínustríðið 11 ára
- Hvar er Miðflokkurinn?
- Knockin' On Heaven's Door
- Fyrstu 20 dagar nóvembermánaðar 2024
- Sósíalistaflokkur Íslands - tilraun númer tvö!
- Viðreisnarhjartað tifar
- Hver ER; LJÓSBERI jarðarbúana þegar að það kemur að heimsóknum gesta frá öðrum stjörnukerfum?
- Hægt með krónunni?
- Er Kína í stríði við Evrópu??
Athugasemdir
Því miður fer umtalsverður hluti kynferðisbrota gegn börnum fram inni á heimilnum og gerendurnir eru foreldrar, aðallega feður.
Sigurður Þór Guðjónsson, 22.1.2009 kl. 15:20
Þegar þetta á sér stað inn á heimilunum sjálfum getur reynst þrautinni þyngri að brjótast í gegn og koma til hjálpar.
Enginn veit því hve slík tilfelli eru mörg í reynd.
Kolbrún Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 15:25
Viðhorfið er oft þannig að fólk segir að einhvers staðar verði vondir að vera, bara ekki hjá þeim. Tek undir skrif þín.
Ásdís Sigurðardóttir, 22.1.2009 kl. 15:42
Einhvernsstaðar verða vondir að vera....
Ég undirstrika að þeir eiga ekki að vera nálægt börnunum mínum.
Og þó börnin mín læri hvar prívatstaðir þeirra séu þá hjálpar það þeim lítið eftir að barnaníðingur hefur tekið þau afsíðis...
Ég tel að dómar barnaníðinga séu of lágir og eigi að lágmarka við 16 ár. Enda tel ég miklu verra að framin séu sálarmorð á börnum heldur en að ég væri sjálfur drepinn sem dæmi.
Vilberg Helgason, 22.1.2009 kl. 15:59
Sammála því Vilberg en þessi sjúku einstaklingar leynast víða og sumum þeirra náum við aldrei að góma.
Kenna þeim líka að FARA EKKI AFSÍÐIS MEÐ NEINUM
Svo byrgjum brunninn eins og við getum
Kolbrún Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 16:05
Ég er algjörlega sammála því að við þurfum að kenna börnum hvar mörkin liggja varðandi þeirra eigin líkama.
Hinsvegar er ég ósammála því að það sé það sé ein öruggasta vörnin og sú raunhæfasta til að koma í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi á börnum.
Sú öruggasta og raunhæfasta er að kenna FULLORÐNUM hvernig VIÐ getum komið í veg fyrir kynferðislegt ofbeldi. Ábyrgðin er OKKAR að vernda börnin okkar. Það er hægt að kenna barni allar góðar og gildar samskiptareglur sem til eru í heiminum en þegar barn, kannski 5 ára gamalt, stendur frammi fyrir fullorðnum einstaklinga sem hefur einstaklega sterkan brotavilja til að misnota það er ekki mikið sem barnið getur gert.
Því verðum við, hinir fullorðnu að taka ábyrgðina af börnunum um að koma í veg fyrir ofbeldið og flytja það yfir á okkur.
Endilega farið á heimasíður Blátt áfram og skráið ykkur á námskeiðið Verndarar barna. Þar lærum við hvernig við getum fyrirbyggt, greint og brugðist við kynferðislegu ofbeldi á börnum.
Ábyrgðin er OKKAR!
Harpa Oddbjörnsdóttir, 22.1.2009 kl. 21:32
Eitt útilokar ekki annað.
Sá þáttur sem ég nefni, umræðan (á plani sem börnin skilja) um hvar mörkin liggja og þjálfun í samskiptum sem snúa að því að standa vörð um eigin líkama er þó ekki næg að mínu viti eftr áralanga vinnu í barnaverndarmálum og árum saman með annan fótinn í Barnahúsi.
Hún mætti vera víðtækari og markvissari sem samstarfsverkefni foreldra, skóla og fagaðila.
Vil benda á bækurnar:
Þetta eru mínir einkastaðir eftir Diane Hansen
og
Þetta er líkaminn minn sem Barnaheill gaf út
Kolbrún Baldursdóttir, 22.1.2009 kl. 22:24
Ég efast um að menn geti bara sagt "Engan barnaníðing í mitt hverfi, takk". Það eru barnaníðingar í öllum hverfum og þeir hættulegustu eru þeir sem við vitum ekki af.
Ég reikna með því að kveikja þessarar færslu sé frétt af því þegar Ágúst Magnússon flutti í Bakkahverfið. Þar áður bjó hann í Rimahverfi. Það er svolítið merkilegt hvað þessi maður þarf alltaf að búa í þessum "barnahverfum", þar sem meginþorri íbúa eru ungir foreldrar og börn þeirra. Þó er þar líklega um efnahagslegar ástæður að ræða.
Þegar Ágúst þessi flutti inn í næsta hús við mig á sínum tíma, þá kenndi ég mínum krökkum að þar færi vondur maður sem bæri að forðast. Nærvera hans leiddi til ónota af minni hálfu en þó ekki ótta, þar sem við vitum jú flest orðið hvernig þessi maður fúnkerar, þ.e. hann er ekki líklegur til að ráðast á börn en hann platar þau og fer síðan til þeirra. Hvort kauði búi í næsta húsi eða í öðru hverfi skiptir svosem ekki öllu máli því hann getur verið kominn inn á mitt heimili í gegnum msn eða álíka samskiptamáta óháð því hvar hann býr.
Svona mál eru ömurleg, en ég tel það mikla einföldun að halda að með því að þekktur barnaníðingur flytji úr hverfinu, þá munu börnin verða eitthvað öruggari fyrir vikið, því ég óttast þann sem ég veit ekki af mun meira en þann sem ég get þó gert ráðstafanir til að varast.
Björn Ingvarsson (IP-tala skráð) 23.1.2009 kl. 07:23