Að fjölmiðlar gæti jafnræðis

Senn fara prófkjör stjórnmálaflokkanna í hönd. Eins og gefur að skilja munu frambjóðendur vilja koma málum sínum á framfæri og ein hefðbundnasta leiðin er að senda inn greinar í dagblöðin.

Í kjölfar hrunsins hvarf eitt af dagblöðunum af markaði, 24 stundir, þannig að eftir standa Morgunblaðið og Fréttablaðið.

Það segir sig sjálft að þessi tvö blöð hafa ekki tök á að birta allar þær greinar sem streyma að hvort heldur þær séu skoðanir fólksins eða fjalla um málefni frambjóðenda.

Það sem er þó óskandi er að blöðin gæti jafnræðis og forðist að hygla einum umfram annan af einhverjum orsökum. Það er mjög ósanngjarnt og ólýðræðislegt fái einn frambjóðandi greiðari aðgang að einhverjum fjölmiðli.  Það er heldur ekki sanngjarnt gagnvart lesendum/kjósendum sem e.t.v. fara þá á mis við að kynna sér málefni allra frambjóðenda.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég spái því að þeir sem kunna að virkja internetið, þ.m.t. félagstól s.s. Facebook og Mbl. blogg fari langt á þeirri velvild sem þeir skapa sér þar, ég tala nú ekki um ef þeir hafa gætt þess að vera sýnilegir og gefa reglulega færi á sér.

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.2.2009 kl. 19:42

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband