Vinnubrögð og verklag á Alþingi

Hvernig er hægt að gera vinnubrögð, verklag og almennt séð starfshætti Alþingis skilvirkari og markvissari?

Sumir þingmenn hafa tjáð sig um hvað ríkir mikill seinagangur í verkháttum á þinginu og að nauðsynlegt væri að einfalda verklag og ryðja burtu óþarfa hindrunum.  Óheyrilegur tími fer í að ræða mál fram og til baka, spyrja, svara, ásaka, verjast, karpa, stundum dag eftir dag.

Vissulega er mjög mismunandi hvað þingmenn fara oft í pontu. Sumir fara ítrekað og sitja ekki þegjandi yfir neinu máli. Aðrir láta heyra í sér endrum og sinnum en sumir sjaldan eða næstum aldrei.

Einstaka harðduglegir þingmenn hafa tjáð óánægju sína með að geta ekki beitt sér meira með  markvissum og skilvísum hætti. Þeir þrá að láta hendur standa fram úr ermum, drífa í að afgreiða mál sem jafnvel eru allt að því borðliggjandi.

Sú staðreynd að þingmannamál sem fara í nefndir, daga flest öll þar uppi. Ég spurði stjórnmálafræðing um þetta atriði og hún sagði að þingmannamál kæmust ekki í gegn vegna þess að dagskrá þingsins er í höndum meirihluta Alþingis, þeirra sem fara fyrir ríkisstjórn. Ríkisstjórn er með ákveðna dagskrá sem hún vill koma í gegn.  Ráherrar hafa ráðuneytin í vinnu fyrir sig og þar liggur sérfræðiþekking og líka vitneskja um hvað þurfi að gera í hverjum málaflokk.

Það er þess vegna erfitt fyrir óbreyttan þingmann að keppa við þessa sérfræðinga. Mikið hefur verið talað um að það þurfi að styrkja Alþingi m.a. með tilliti til þess að þingmenn geti leitað til starfsmanna sem hafa sérfræðiþekkingu í margvíslegum málaflokkum sem geta unnið að úttektum o.fl. sem er forsenda góðs undirbúnings fyrir framlögð þingmál.

Á þessu hlýtur að vera hægt að gera bragarbót. Þarna er margt sem mætti skoða með það í huga að gera á því breytingar svo þingmenn geti nýtt krafta sína að fullu og þurfa ekki að sitja og finnast þeir vera áhrifalitlir.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ólafur Th Skúlason

þeir sem stjórna vilja hafa þetta svona við erum langt á eftir öðrum þjóðum í lýðræðis umræðu

Ólafur Th Skúlason, 17.2.2009 kl. 17:07

2 identicon

Hvaða pressa heldur þú að sé á meirihlutanum að taka tillit til minnihlutanns??.  Burtséð frá efni málsins.

Nýjar reglur? Ný hugsun kanski?? 

itg (IP-tala skráð) 17.2.2009 kl. 20:06

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband