Frumskógur tryggingarmála, gáleysi eða stórkostlegt gáleysi?

Ásgeir Jónsson var í Kastljósinu að lýsa samskiptum sínum við tryggingarfélag en sonur hans sem er 100% öryrki eftir að maður sem ók á ofsahraða á röngum vegahelmingi skall á bíl Ásgeirs sem var með börnin sín tvö í aftursætinu. Dóttir hans lést í bílslysinu og einnig farþegi hins bílsins.

Ég ætla ekki að rekja frásögnin hér en hægt er að nálgast hana á Netinu. 

Mín hugsun er eftir að hafa hlustað á þetta, þvílíkt endalaust tryggingarrugl. Tryggingarfélagið karpar um túlkun hugtaka eins og hvort um var að ræða gáleysi eða stórkostlegt gáleysi. Í þessu tilviki eru skerðingar á bótum byggðar á ályktun um hvernig drengnum muni reiða af í framtíðinni en hann er nú bundinn við hjólastól.

Auðvitað á fyrir löngu að vera búið að grandskoða þessi mál, einfalda þau þannig að fólk sem verður fyrir slíkum hörmungum þurfi ekki að ganga í gegnum óskýra túlkun tryggingarfélagsins og jafnvel karp um krónur á sama tíma og það er að syrgja barnið sitt eða ástvin sinn. 

Ég fagna mjög þessari umræðu og vil þakka Ásgeiri fyrir að tjá sig um þessa erfiðu reynslu. Vonandi verður hún til þess að hreinsað verði til í þessu kraðaki, frumskógi tryggingarmála, hvort sem þessi ríkisstjórn muni gera það eða sú næsta?  Þetta á vissulega að vera löngu búið að gera.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Kolbrún.

Ég gæti sagt þér mjög ljótar sögur af viðureign minni í sambandi við Tryggingarfélög lögfræðinga og Tr. eftir mitt bílslys, sem var vinnuslys. og ég sem var eigin atvinnurekandi er ennþá að þurfa að sanna það með sífelldum bréfaviðskiptum við úrkurðarnefnd kærumála í Vegmúla 3, af hverju þetta og hitt tilheyri þessu slysi. Sem varð 1993. Það var ég reyndar orðin 49 ára, en samt á góðum aldri. Slysabætur frá Sjóvá voru útúr öllu samræmi við allan veruleika sem er í nútíðinni, þegar allir á öllum aldri eru að bæta við sig í námi, til að geta haldið í við þróun á því sviði sem þeir vilja vinna við. eða jafnvel að breyta um vinnuvettvang. nei, maður er settur á bás og dæmdur til æviloka, á þann bás. og er svo í þokkabót, talin byrði á skattgreiðendum.

Ef þarf niðurskurð á einhverju hjá ríkinu, er byrjað á þeim sem þurfa mest á læknis-og lyfjum að halda. Tala nú ekki um hjálpartæki og aðra þjónustu frá ríki og bæjarfélögum.

Réttlaus í eigin föðurlandi.

Má kjósa, og vona að öll fögru loforðin séu efnd, en steinþegja á milli kosninga.

Ég er hætt því.

Sigrún Jóna (IP-tala skráð) 19.2.2009 kl. 23:39

2 identicon

Tryggingafélögin eru búin að koma sér ótrúlega vel fyrir og hagnast ótæpilega á kerfinu eins og það er. Skattgreiðendur niðurgreiða bætur sem þeir ættu að greiða. Mál Ásgeirs og fjölskyldu er bara sorglegt dæmi. T.d. afhenti TR tryggingafélögunum milljarði á bakka þegar samþykkt var að þegar einstaklingur í vinnutíma ekur yfir á grænu ljósi og lendir í árekstri við bíl sem kemur á rauðu ljósi þá skuli þetta túlkað sem vinnuslys og a la tryggingasjóður borgar skaða á fórnarlambinu, sjúkraþjálfun þess, lækniskostnað og mögulegar bætur. Atvinnurekandinn greiðir svo vinnutapið þar sem um vinnuslys er að ræða auk þess sem greiðsla bóta kemur úr tryggingasjóðnum sem atvinnurekendur greiða í. Allir borga nema tryggingafélagið sem þó fékk greitt fyrir trygginguna. Þetta er bara eitt atriði. Þarna mætti spara stórar upphæðir í sjúkra og slysatryggingakerfinu.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 06:59

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Ég var með kökkinn í hálsinum yfir þessu viðtali.  Guð minn góður hvað er fólk að hugsa að hafa ekki lagað þessi mál fyrir lifandi löngu. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 20.2.2009 kl. 08:24

4 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Eitt er alveg ljóst að fara verður vel yfir lög og reglugerðir um tryggingar, gera þessi mál einfaldari svo venjulegt fólk skilji hvað um hvað er að ræða. Það á ekki að þurfa háskólapróf í lögfræði til að eiga viðskipti við tryggingafélög.

Hólmfríður Bjarnadóttir, 20.2.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: halkatla

þetta er siðlaust - það þjónar engum að skafa utanaf því - og það er engin tölva sem flækir hlutina svona, heldur fólk sem er að reyna að græða fyrir stofnunina/fyrirtækið, einsog það sé upphaf og endir alls

halkatla, 20.2.2009 kl. 15:34

6 identicon

Mér er svo gjörsamlega fyrirmunað að skilja þetta "gáleysisákvæði" hvað þá einhverja útfærslu á því. Maðurinn fékk eins árs dóm? Tekin 9 sinnum eftir hörmungararnar fyrir of hraðan akstur. Það er auðvitað eitthvað mikið að hjá okkur.

Er okkur ekki öllum ljóst að með ofsaakstri er tekin áhætta sem engin ber ábirgð á nema við sjálf?..Kafli Tryggingarfélagsins er kapítuli út af fyrir sig og þyngri en tárum tekur.

Hallgerður Pétursdóttir (IP-tala skráð) 20.2.2009 kl. 15:46

7 Smámynd: Kristján Sigurður Kristjánsson

Hallgerður! Er það ekki kafli Alþingis? Jón Steinar Gunnlaugsson ver sá eini sem benti á það á sínum tíma.

Kristján Sigurður Kristjánsson, 20.2.2009 kl. 20:24

8 identicon

Manni finnst það einnig fáránlegt að ákveðið sé fyrirfram að miða við lægstu laun og fáránlegt að Tryggingafélagið njóti frádráttar örorkunnar þar sem það kemur aldrei til með að greiða þær. Hvernig dirfist löggjafinn að áætla að þessi drengur hefði eða muni aldrei verða með hærri laun en lægstu laun . Nú á tímum sífellt meiri menntunar og þegar meðallaun hafa hækkað ótrúlega hratt á undanförnum árum. Hlýtur að vera eðlilegra að miða við meðallaun þegar verið er að áætla ævitekjur og Þá ætti tryggingafélagið frekar að greiða mismuninn á ætluðum örorkubótum og meðaltekjum til 67 ára aldurs. Ef einhver á að fá örorkubæturnar greiddar frá  bótunum væri það drengurinn eða sjúkratryggingastofnun frá tryggingafélaginu. Nei þessar tryggingabætur koma aldrei nálægt því að bæta úr skaðanum og mér finnst að verið sé að brjóta stórkostlega á fólkinu aftur með svona svívirðilegri niðurstöðu. Nóg er nú samt.

Adda Sigurjónsdóttir (IP-tala skráð) 21.2.2009 kl. 06:50

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband