Fjölbreyttur listi frambjóðenda í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík

Það eru 29 manns sem bjóða sig fram í prófkjöri sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég veit ekki hvort listinn hafi nokkurn tímann áður verið svona langur. Hvað það þýðir að svo margir úr ýmsum áttum vilji gefa kost á sér, læt ég hverjum og einum um að meta.

Ég fagna þessum fjölda, finnst það frábært að þetta fólk vilji láta gott af sér leiða núna í því óvenjulega árferði sem við búum við.

Á listanum eru núverandi alþingismenn, fyrrum alþingismaður, alþingismaður sem nýlega er kominn heim eins og formaðurinn tók til orða en var áður í Frjálslynda flokknum og þarna má líka finna einn borgarfulltrúa.

Það eru a.m.k einir fjórir hagfræðingar og álíka margir lögfræðingar ef ekki fleiri, markaðs- og fjármálastjórar, læknir, verkfræðingur, bílasali nú og svo ég sem er sálfræðingur.

Þessi skönnun mín er ekki tæmandi en um er að ræða 17 karla og 12 konur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband