Einelti meðal fullorðinna

bragimbl0119491.jpgMánudaginn 30. mars er á dagskrá Í nærveru sálar á ÍNN umræða um einelti meðal fullorðinna.  Bragi Skúlason, sjúkrahússprestur og formaður Fræðagarðs er gestur þáttarins.

Atriði sem verða m.a. rædd:
-Hvernig eru helstu birtingarmyndir eineltis þegar fullorðnir eiga í hlut?
-Einelti í tómstundar- og frístundarhópum fullorðinna.
-Þeir sem eru gerendur á fullorðinsárum, voru þeir kannski gerendur sem börn eða e.t.v. þolendur?
-Flestir eru sammála um að ef einelti kemur upp á vinnustað skipta viðbrögð og viðhorf stjórnanda/yfirmanns höfuðmáli ef takast á að leysa málið.
-Fordómar ríkja enn í samfélaginu sbr. blaðaskrif um að margir þolendur séu bara vælukjóar, það sé eitthvað að þeim...
-Hvaða úrræði er hægt að grípa til?
-Hvert er hlutverk stéttarfélaga?
-Hlutverk Vinnueftirlitsins?
-Möguleiki á að kaupa þjónustu ráðgjafa, sálfræðinga til að leiða mál til lausnar.

Þetta er það meðal þess helsta sem verður í þættinum á mánudaginn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband