Kosningarnar munu greinilega snúa um ESB viðræður.

Eftir kosningar hlýtur það að vera algert forgangsverkefni þeirra flokka sem bera sigur úr býtum og mynda ríkisstjórn að þeir marki sem fyrst hér heildstæða peningastefnu.
Bókstaflega allt hangir á þessari spýtu. Þetta  þýðir að horfast verður fyrir alvöru í augu við hluti eins og aðildarviðræður við ESB, myntbandalag og upptöku evru.
Allt tal um einhliða upptöku gjaldmiðils stenst engan raunveruleika.
Þessi mál þarfnast skjótrar afgreiðslu og engan tíma má missa ef ekki á illa að fara fyrir þjóðinni.

Ef marka má kannanir nú lítur svo út fyrir að Samfylking og Vinstri Græn nái öruggum meirihluta.  Samfylkingin hefur ávallt haft skýr markmið á stefnuskrá sinni hvað viðkemur Íslandi og ESB. Því er ekki að leyna að það er þeirra helsti styrkleiki. Öðru máli gegnir um Vinstri Græn, sem virðast vera með tómt vesen í sinni afstöðu.  Úr þeim herbúðum berast loðin svör, hvort, og með hvaða hætti eigi að takast á við þetta verkefni.

Þetta er áhyggjuefni ef ske kynni að VG verði áfram í ríkisstjórn. Í Sjálfstæðisflokknum eru skiptar skoðanir á hvort ganga eigi til viðræðna og er það Akkilesarhæll flokksins nú. Framsóknarflokkurinn, Borgarahreyfingin og Lýðræðishreyfingin vilja viðræður, en  Frjálslyndir hins vegar ekki.

Það sem gerst gæti nú að loknum kosningum er að Samfylkingin fái það sem kannanir sýna en vegna vingulsháttar VG,  leiti Samfylkingin frekar eftir samstarfi við Framsókn,  nái Framsókn nógu mörgum mönnum inn.  Kannanir sýna að þeir eru að bæta við sig. 

Hvernig líst VG á það?

UPP Á BORÐ MEÐ FRAMTÍÐARSÝN Í FJÁRMÁLUM ÞJÓÐARINNAR eigi síðar en daginn eftir kosningar Angry


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marteinn Unnar Heiðarsson

Afhverju einblína menn alltaf á evru?? er sambó kannski búin að lofa uppí ermina á sér með múturpeningum frá ESB einsog þeir eru þekktir fyrir að nota til að nauðga þjóðum inní ESB.Við búum á besta stað í heimi og ég vill ekki að einhver Brussel ketlingur segi mér í framtíðinni um það hvenær ég megi fara á klósettið af því að hann bjó til reglu um það!! nei takk.Það eru miklir möguleikar að opnast fyrir okkur kannski í olíu og kannski líka þegar siglingaleiðin norðurfyrir Grænland opnast og ekki vill ég að einhverjir spilltir ánskotar í Brussel hirði það af okkur.Það virðist vera voða viðkvæmt að ræða um aðra möguleika tildæmis að ath með Dollar sem væri mun heppilegra fyrir okkur einsog er og tæki ekki eins langan tíma að koma í gagnið og evru.Er ekki aðalmálið í dag að koma stöðugleika á okkar gjaldmiðil svo að við getum haldið áfram?og ég held að það gerist ekki í sambandi með ESB þar sem allt er á niðurleið og hver hugsar um sjálfansig..

Marteinn Unnar Heiðarsson, 22.4.2009 kl. 22:17

2 Smámynd: Jón Valur Jensson

Nær væri að horfa á NAFTA, Kolbrún, eins og Sturla Jónsson gerði í ágætu framlagi sínu á borgarafundinum í kvöld. NAFTA er útlátalaust fyrir okkur, en gefur mikla kosti og sóknarfæri. Og ef við þurfum að taka upp annan gjaldeyri, liggur beinast við að taka upp dollarann, m.a. af þessum ástæðum (og ég byrja á veikustu ástæðunni, en enda á þeirri sterkustu):

1. Evrópubandalagið vill ekki, að við tökum upp evru, hvorki einhliða né með milligöngu Alþjóðagjaldeyrissjóðsins.

2. Bandaríkin setja sig ekkert upp í móti því, að við tökum upp dollar.

3. Um 70% heimsviðskipta eiga sér stað í dollurum.

4. Bezti kosturinn er, að þá sjá menn betur, að við getum auðveldlega forðazt að láta innlimast í Evrópubandalagið, enda yrðum við að framselja því ríkisvald og æðsta löggjafarvald í hendur, sem og yfirráðin yfir sjávarauðlindum okkar. Og vitaskuld viljum það ekki, Kolbrún – ekki satt?

Jón Valur Jensson, 23.4.2009 kl. 00:04

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Góðan dag Jón Valur og gleðilegt sumar. Ég veit að þú ert mikill andstæðingur ESB og ert sannarlega ekki einn um það.  Ég hef legið talsvert mikið yfir þessum málum, lesið hverja greinina á eftir annarri sem lærðir og leikmenn hafa skrifað og komist að þessari niðurstöðu sem ég hef tjáð hér á blogginu.

Ég óttast ekki að við séum að framselja eitt eða neitt. Sé það röng ályktun hjá mér þá hef ég alltént tækifæri til að að hafna þessum samningi í þjóðaratkvæðagreiðslu.  Mitt mat er að við verðum að taka þennan slag þ.e. að fá samning á borðið,  fá um hann upplýsta umræðu og taka svo okkar eigin persónulegu ákvörðun. Að öðrum kosti á þessi umræða eftir að velkjast um næstu misseri og margir eru einfaldleg orðnir hundleiðir á þeirri stöðu.

En ég virði þína skoðun sem og annarra sem eru á móti því að taka þetta skref.  Guði sé lof að við erum ekki öll sammála.

Bestu kveðjur til þín og þinna og eigðu góðan dag. 

Kolbrún Baldursdóttir, 23.4.2009 kl. 10:05

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband