Sko Grím!

Frambjóðandi í 6. sæti á lista VG í Norðausturkjördæmi talar tæpitungulaust og lætur sér standa slétt á sama þótt flokksfélagar hans kunni að rísa upp og gera að honum hróp og köll.

Í grein Gríms Atlasonar í Fréttablaðinu í dag hvetur hann til þátttöku í samfélagi Evrópuríkja með þeim hætti að gengið verðir til viðræðna við ESB. Eins og við vitum, hins vegar, er það einmitt ekki á stefnuskrá VG.

Þarna er frambjóðandi sem þorir að taka þjóðarhagsmuni og hagsmuni fólksins fram yfir flokkshagsmuni.  Það er að mínu viti eitt af megineinkennum góðs stjórnmálamanns.  

Margir kunna að spyrja hvort Grímur væri ekki betur settur í flokki sem hefur það á stefnuskrá sinni að þjóðin gangi til aðildarviðræðna?

Ekkert endilega segi ég. Þetta er alveg sambærilegt og það sem við höfum séð og heyrt af Benedikt Jóhannssyni. Hann er Sjálfstæðismaður í húð og hár en vill að þjóðin gangi til aðildarviðræðna þrátt fyrir að ekki hafi fengist meirihlutasamþykkt fyrir því á síðasta landsfundi Sjálfstæðismanna.

Það er ekkert heillagt lögmál til sem segir að allir þeir sem tilheyri sama stjórnmálaflokki þurfi að vera hundrað prósent sammála um öll mál. 

Finni fólk almennt séð skoðunum sínum og sannfæringu stað í grunnstefnu stjórnmálaflokks, má segja að það sé þeirra flokkur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Þarna megum um megingalla FLOKSRÆÐISINS og ein af þeim ástæðum að ég sé hlintur fulltrúarræði. Mér finnst óþolandi að ég geti ekki kosið mitt fulltrúa á þing, úr sama hvaða flokki sem er en neiðist þess í stað að kjósa flokk sem fylgir mér ekki endilega einu og öllu.

Hvernig getur einn hægri flokkur ákveðið fyrir alla hægri menn að þeir eigi að vera á móti esb ?

hvernig getur einn vinnstri flokkur gert hið sama ?

Fyrir mér er það hálf sorgleg staðreynd að raunverulegir hægri menn eða vinnstri menn, neiðast til að kjósa kannski annan flokk en þeir fylgir þeirra sannfæringu, út af því að innganga/eða ekki innganga í esb eru kjósandanum svo mikilvæg.

Brynjar Jóhannsson, 24.4.2009 kl. 17:14

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er sannarlega sjónarmið hjá þér Brynjar sem vert er að benda á.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 17:44

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband