Af hverju skila sumir auðu?

Það er alltaf einhverjir sem skila auðum kjörseðli. Með því að gera það telja þeir sig vera að tjá ákveðna afstöðu.  En hvaða afstöðu eru þeir að lýsa með þessu?

Gaman væri ef við reyndum að orða það með einhverjum hætti. Með því að gera það gæti verið að í ljós komi að ástæður að baki því að skila auðu séu margvíslegar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir

Ég held að með því að skila auðu er viðkomandi búsettur í reiðinni. Málið er að hann refsar sjálfum sér með því að greiða götu flokka sem hafa stefnur sem eru ósamkvæmar skoðunum hans. Reiðin er niðurrífandi og kemur í veg fyrir lausnir og að vinna sig út úr kreppunni og áfallinu.

Látum ekki einhverja einstaklinga í flokkunum sem eru okkur á móti skapi ræna okkur hugsjónunum og stefnunni sem 99% flokksmanna vilja fara í. Breytum flokkunum innanfrá og beinum reiðinni í útstrikanir og lausnir.

Adda Þorbjörg Sigurjónsdóttir, 24.4.2009 kl. 20:34

2 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Sæl Kolbrún.

Af hverju skila sumir auðu ?

Jú ef þú ferð í kjötbúð til að kaupa þér gott kjöt en allt kjötið í búðinni er úldið þá kaupir þú ekki neitt.

Það sama á við um kjörklefann á listunum er ekkert fólk sem þú getur hugsað þér að kjósa nú þá skilar þú auðu að sjálfsögðu.

Jens Sigurjónsson, 24.4.2009 kl. 20:42

3 Smámynd: Margrét Birna Auðunsdóttir

Einu sinni ákvað ég að skila auðu. Það var eingöngu vegna þess að ég gat ekki hugsað mér að kjósa neinn þeirra flokka sem voru í framboði. Ég vissi að það myndi ekki breyta neinu þar sem auðir seðlar eru taldir með ógildum, það á víst að breyta því í þessum kosningum. En þegar til kom fór ég ekki á kjörstað vegna mikilla anna þann daginn. Þar sem ég gat hvort sem var ekki hugsað mér að kjósa, þá hætti ég við að fórna mínum fáu mínútum til að fara og skila auðu.

Margrét Birna Auðunsdóttir, 24.4.2009 kl. 20:49

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já þú meinar, Jens, gefa bara frat í þetta allt og svelta frekar en að kaupa úldið kjöt?

Einhver niðurstaða mun samt verða þ.e. einhver mun sigra, einhver tapa osfrv., alveg sama hve margir munu skila auðu.  Kannski er enginn besti kostur, en einhver er e.t.v. næstbestur eða þar næstbestur, alltaf er einhver illskástur..

Með því að skila auðu ertu að kjósa engan eða alla?
Hafðir sem sagt engin áhrif heldur varpaðir ábyrgðinni yfir á hina að ákveða.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 20:53

5 Smámynd: Hansína Hafsteinsdóttir

Einu sinni munaði minnstu að ég skilaði auðu, gat bara ekki samþykkt neinn einn flokk, alltaf eitthvað mikilvægt atriði sem strandaði á. En svo rann upp fyrir mér ljós og ég spurði mig: hvaða manneskju vil ég helst sjá í ríkisstjórn? og þá uppgötvaði ég hvað ég átti að kjósa. Géttu hvað ég kaus. 

p.s. Vona að ég sjái ljósið fyrir morgundaginn.

Hansína Hafsteinsdóttir, 24.4.2009 kl. 22:06

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Veit ekki Hansína hverja þú kaust.

Kolbrún Baldursdóttir, 24.4.2009 kl. 22:42

7 Smámynd: Jens Sigurjónsson

Kolbrún. það er sama rassgatið undir þeim öllum, það er enginn illskástur því miður.

Jens Sigurjónsson, 25.4.2009 kl. 03:42

8 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það kemur í ljós í kvöld hvaða flokkur verður valinn illskástur

Kolbrún Baldursdóttir, 25.4.2009 kl. 08:53

9 identicon

Mér finnst audir kjörsedlar frábaerir. Thad aetti alltaf ad telja auda kjörsedla med og thar af leidandi syna hve margir thegnar eru á móti öllum flokkunum. Annars finnst mér pólitísk umraeda almennt frekar pirrandi, svipud og trúmal, thad er engin nidurstada, bara skodanir. Thess vegna aetti madur bara ad halda kjafti og hafa sínar skodanir fyrir sig. Sem ég geri hér med.

Kristján Orri Sigurleifsson (IP-tala skráð) 25.4.2009 kl. 12:09

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband