Rökræða vs. kappræða í Krossgötum Hjálmars Sveinssonar

Áhugavert viðtal í Krossgötum Hjálmars við þau Vigdísi Finnbogadóttur og Pál Skúlason.

Einangrunarhyggja einkennir okkur Íslendinga, segir Vigdís.  Við notum kappræðu frekar en rökræðu. Erum ávallt að reyna að sannfæra aðra um að taka upp þá skoðun sem við búum yfir og bregðumst jafnvel illa við ef einhver hefur aðra skoðun.  Meira mætti vera um rökræðu þar sem fólk ræðir saman opinskátt, rökstyður sínar skoðanir en hlustar jafnframt á skoðanir annarra og ber fyrir þeim virðingu.

Okkur skortir mörgum hverjum gagnrýna hugsun.  Sem dæmi, menn ganga til liðs við stjórnmálaflokk/söfnuð  þar sem þröngur hópur hefur e.t.v. lagt línurnar um hvernig þorri félagsmanna skuli hugsa.  Með því að ganga í flokkinn telur sá hinn sami jafnvel að honum beri skylda til að taka upp allar þær skoðanir sem lagðar eru á borðið fyrir hann. Vilji sá hinn sami hugsa með gagnrýnum hætti, kanna með sjálfum sér hvað honum finnst og fylgja sinni sannfæringu í einstaka máli þá er jafnvel litið á hann sem svikara, eða ekki sannan félagsmann. 

Fleira áhugavert kemur fram í þessu viðtali. Hvet fólk til að hlusta. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrannar Baldursson

Sammála, einstaklega áhugaverður og góður þáttur.

Hrannar Baldursson, 25.4.2009 kl. 18:58

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband