Atvinnu- og efnahagsmálin verða ekki aðskilin frá umræðu um aðild að ESB

Ekki er hægt að aðgreina umræðuna um atvinnu- og efnahagsmálin frá umræðu um aðild að ESB og upptöku evru með inngöngu í myndbandalag. Allt hangir þetta saman.

Hvernig er hægt að ætla að leggja áherslu á efnahagsmálin, peningastefnuna og gjaldmiðil landsins og hunsa á sama tíma umræðuna um aðildarviðræður og mögulega upptöku evru á þessu landi?

Sá sem þetta vill gera er ekki að taka á málinu nema að litlu leyti.

Það hefði verið svo mikið auðveldara ef landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefði borið gæfu til að álykta um að sameinast um að fara í viðræður við ESB. Þá hefði gengi hans í þessum kosningum orðið mun öflugra.


 


 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hjörtur J. Guðmundsson

Það er nefnilega það. Ég geri ráð fyrir að þú hafir verið á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í marz og vitir hvernig stemningin var á fundum um Evrópumál sem Evrópunefnd flokksins hélt með sjálfstæðismönnum um allt land í desember og janúar? Það var ekki beinlínis mikill áhugi á að fara í viðræður við Evrópusambandið þar. Hvað heldurðu að margir hefðu sleppt því að kjósa Sjálfstæðiflokkinn ef hann hefði tekið stefnu á inngöngu í sambandið? Það er einfaldlega enginn vilji innan flokksins fyrir því að gangast undir vald þess.

Hjörtur J. Guðmundsson, 27.4.2009 kl. 09:49

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Já Hjörtur, þetta þýðir einfaldlega að við verðum í baklandinu næstu árin svo ekki sé minnst á hvað svona sundurlyndi í stóru máli sem þessu skaðar Flokkinn.

Kolbrún Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 10:06

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Ætlaði nú að segja baka til en ekki í baklandinu.

Kolbrún Baldursdóttir, 27.4.2009 kl. 10:35

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband