Hópur stúlkna gengur í skrokk á jafnöldru sinni. Upphafið rakið til misskilnings á netinu

Hópur stúlkna nemur aðra á brott og gengur í skrokk á henni.
Enn eitt tilvik hefur orðið sem á eftir að hafa langvarandi, alvarlegar afleiðingar fyrst og fremst fyrir stúlkuna sem varð fyrir árásinni en einnig fyrir þær sem beittu ofbeldinu með þeim afleiðingum að stórsér á stúlkunni. 

Í frétt um málið segir að þetta hafi átt upphaf sitt vegna einhvers misskilnings á netinu. Það vekur okkur til umhugsunar hvernig börnin umgangast netið og aukningu svo kallaðs rafræns eineltis samhliða aukinni tölvunotkun. Í þessu sambandi vil ég minna á þáttaröð um einelti á ÍNN. Þátturinn á mánudaginn er einmitt tileinkaður rafrænu einelti og hvaða úrbætur er hægt að leggja til í því sambandi. Sýnt verður myndbrot úr myndinni Odd girl out sem sýnd er í heild sinni á You Tube og fjallar um einelti á netinu.

Í þessu tilviki sem hér um ræðir hefði sannarlega getað farið verr því eitt högg á höfuð getur auðveldlega skilið milli lífs og dauða eða leitt til örkumlunar.

Málið er sannarlega allt hið sorglegasta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Þráinn Jökull Elísson

Takk fyrir einstaklega góða og raunsæja grein Kolbrún. Þetta mál er að mínu mati skelfilegt.

Drengurinn minn var lagður í einelti þegar móðir hans ákvað að flytja frá Færeyjum til Danmerkur. Hann var þá tólf ára og talaði þessa dæmigerðu "Færeyska dönsku."( Hann er í dag sextán ára). Þetta fór þó allt vel á endanum, það leiddi aldrei til líkamlegs ofbeldis, kannski vegna þess að Danir virðast hafa miklu betri tök á þessum málum en við Íslendingar. Þó skynja ég stöku sinnum sársauka þegar við tölum saman sem sýnir mér að örin gróa seint. Bestu kveðjur.

Þráinn Jökull Elísson, 30.4.2009 kl. 15:16

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband