ÍNS á ÍNN í kvöld "Hvernig gátu þau gert mér þetta?" "Hafa þau enga SAMVISKU?"

Rætt verður við ungan mann sem kemur ekki fram undir nafni um afleiðingar langvarandi eineltis. Hann er höfundur greinarinnar Einelti gerði mig næstum að fjöldamorðingja...

Úr greininni:
Einelti gerði mig næstum að fjöldamorðingja er ástæðan fyrir að ég skrifa nafnlaust. Upphaflega skrifaði ég eitthvað ekki eins gróft sem ég taldi mig geta gefið út undir nafni, og áherslan var á að segja sögu eineltisins, sem sagt segja frá völdum atvikum í tímaröð. En þegar ég leit yfir það ritverk fannst mér það varla segja 1% af sögunni. Þannig að ég ákvað að reyna í staðinn að útlista áhrifin sem einelti getur haft. Einelti er MIKLU meira en bara röð atvika, og það er ómögulegt fyrir þann sem hefur aldrei lent í einelti sjálfur að skilja það til fulls. En með því að lýsa endastöðinni -hversu djúpt ég sökk á endanum- þá get ég kannski gefið hugmynd um hversu hryllilegt ferðalagið var.


Mér er sérstaklega minnisstætt eitt atvik þegar ég var á fótboltaæfingu, og vingjarnlegur strákur var að skjóta á mig (ég æfði sem markmaður). Hann sagði nokkrum sinnum eitthvað á þessa leið "Vel gert!" og endurtók þessa ánægju sína með frammistöðu mína nokkrum sinnum í röð og með meiri ákafa. Mér leið sífellt verr því ég var nokkuð viss um að hann væri að gera grín að mér. Þegar hann hrósaði mér hátt og með mjög mikilli áherslu í lokin gat ég ekki meira, "snappaði" á hann og gelti í leiðinlegum tón "þegiðu!" ...

...   hann varð skiljanlega *mjög* fúll og þrátt fyrir að ég hafi útskýrt að ég hafi haldið að hann væri að gera grín að mér þá líkaði honum aldrei við mig eftir þetta.

Í nærveru sálar í kvöld kl. 21.30

Greinina í heild sinni má finna á www.kolbrun.ws Sagan öll

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sæl Kolbrún, ég hef bloggað hér nokkrar frásagnir um einelti. Þær eru miður fallegar, en samt bara toppurinn af ísjakanum. Vægt til orða til orða tekið: Einelti er mjög alvarlegur glæpur. Ég kýs að kalla einelti glæp, því að mín reynsla er sú að þeir sem að beittu því, vissu ósköp vel hvað þeir voru að gera.

Þórkatla Snæbjörnsdóttir (IP-tala skráð) 11.5.2009 kl. 12:33

2 Smámynd: Erla J. Steingrímsdóttir

Ég fæ alltaf tár í hjartað þegar ég les og heyri um einelti.  Einelti er eitthvað sem maður aldrei gleymir, eitthvað sem fylgir manni alla ævi eins og skuggi.  Einelti hefur afar skemmandi áhrif á sálarlífið.  En ég hugsa líka stundum hvernig fólki sem hefur lagt aðra í einelti líður þegar það er orðið fullorðið og gerir sér kannski einhverja grein fyrir hvað það hefur gert.  Það getur ekki verið gott að hafa slíkt á samviskunni.

Erla J. Steingrímsdóttir, 11.5.2009 kl. 13:14

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband