Hundar sem eigendur vilja losa sig við

Það er sárt að hugsa til þess með hvaða hætti sumt fólk reynir að losa sig við gæludýrin sín. Dæmi eru um að þau eru skilin eftir við útidyrnar hjá öðrum og eflaust þá einna helst í Kattholti eða á hundahótelum. Hræðilegast er þó að hugsa til þess að þau séu skilin eftir þar sem vitað er að þau muni ekki finnast og látin þannig deyja úr sulti og þorsta.  

Flestir sem taka þá ákvörðun að eignast gæludýr eru ábyrgir aðilar sem jafnframt hafa gert sér grein fyrir þeirri skuldbindingu sem því fylgir að taka að sér að annast um dýr. En því miður finnst fólk sem þykir þessi ákvörðun léttvæg og gera sér ekki grein fyrir þeirri vinnu sem henni fylgir. Þessir sömu aðilar eru sennilega þeir fyrstu sem vilja síðan losna við dýrin þegar minnkar í buddunni eða þegar þeir verða áþreifanlega varir við að dýrinu þarf að sinna.

Þótt ástandið í samfélaginu sé slæmt og kunni að eiga eftir að versna skulum við ekki gleyma að hlúa að dýrunum sem eiga allt undir eigendum sínum.  Ef við verðum vör við að dýr sé vanrækt eða illa farið með það á einhvern hátt, er það skilda okkar að láta okkur það varða t.d. með því að tilkynna það. 

Fátt er eins gefandi en að hlúa vel að gæludýrinu sínu: gefa því gott heimili, veita því öryggi og sjá til þess að því líði vel í alla staði.  Endurgjöfin er líka ómetanleg. Þakkæti, traust og ást skín úr augum dýra sem njóta góðrar aðhlynningar eigenda sinna.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Finnur Bárðarson

Ótrúlega ógeðfellt. Maður fleygir ekki einum fjölskyldumeðlimi á dyr bara af því að maður tímir ekki gefa dýrinu að borða. Frekar dreg ég saman seglin hjá mér en að láta Nóa gjalda. Enginn er svo fátækur að getur ekki gefið ferfættum félaga að borða. Þetta er kanski allt í anda efnishyggjunnar.

Finnur Bárðarson, 4.6.2009 kl. 13:54

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband