Bannað að selja heimabakstur úr einkaeldhúsi

Bannað er að selja heimabakstur úr einkaeldhúsi nema um sé að ræða kökubasar.

Einnig er bannað að selja unnin matvæli nema þau komi úr viðurkenndu eldhúsi. Hvað felst í því að kallast viðurkennt eldhús er ég ekki alveg með á hraðbergi en sennilega þurfa að vera 2-3 vaskar og fleira í þeim dúr.

Hér held ég hljóti að mega gera einhverjar tilslakanir. Auðvitað þarf að vera einhverjar lágmarkskröfur en aðalatriðið hlýtur að vera að hægt sé að rekja vöruna.

Nú er knýjandi að einfalda reglugerðir sem lúta að þessum þáttum svo heimamarkaðir geti blómstrað hvort heldur í sveit eða borg. Fyrir marga hugmyndaríka og flínka í matargerð gæti hér verið um að ræða atvinnutækifæri. 

Smá úttekt er um þessi mál í Mogganum í dag á bls. 13.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Og það má þá væntanlega slaka á já venjulegum fyrirtækjum, sem eru búin að leggja út í verulegan kostnað. til að uppfylla öll skilyrði sem þarf til matvælaframleiðslu. Síðan getum við sleppt þeim kröfum að fólk þurfi að uppfylla menntunarkröfur í matvælaiðnaði, þá sérstaklega í sambandi við hreinlæti og örveirufræði.  Eigum við ekki að halda okkur við það kerfi sem er til staðar með unnin matvæli, hver ætlar annars að bera ábyrgð á því hvað einum finnst í lagi en öðrum ekki. Það yrði að vera lágmark að fólk færi í eina önn í matartækni. 

sturla bergs (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 17:12

2 identicon

Það virðist alltaf vera hægt að ráðast inn á Lögverndaðar Iðngreinar eins og bakstur og matreiðslu til að styrkja hitt og þetta. Hvað myndi Rafvirkinn,Bifvélavirkinn,sálfræðingurinn og fl,fl, seiga ef ófaglærður færi inn á þeirra svið og væri að praktísera til að styrkja hitt og þetta,,mmmm örugglega ekki sáttir.Virðum lögverndaðar Iðngreinar.

Res (IP-tala skráð) 14.7.2009 kl. 20:48

3 Smámynd: fellatio

ég hef fengið matareitrun einu sinni. hún kom úr viðurkenndu eldhúsi.

fellatio, 14.7.2009 kl. 21:27

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband