Sláandi niðurstöður í rannsókn um ofbeldi gagnvart konum

Ofbeldi gagnvart konum er algengt samkvæmt nýrri rannsókn. Meðal niðurstaðna er að 18,2% af þeim konum sem tóku þátt í rannsókninni höfðu orðið fyrir andlegu ofbeldi af hálfu maka síns, 3,3% líkamlegu og 1,3% höfðu orðið fyrir kynferðislegu ofbeldi.

Fjórðungur kvenna orðið fyrir ofbeldi. (Frétt á mbl.is í dag).

kvenna_jpg_jpg.jpgViðtal á ÍNN við Sigþrúði Guðmundsdóttur, framkvæmdarstýru Kvennaathvarfsins (28. maí. 2008) má sjá hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Jóhann Hauksson

Afhverju rannsökum við ekki „ofbeldi“ heldur bara „ofbeldi gagnvart konum“? Ég held að það gæfi mikið fyllri mynd bæði um ofbeldi gagnvart tilteknum hópum einum og sér og í samanburði við aðra hópa og svo ofbeldi í heild sem vandamál.

Helgi Jóhann Hauksson, 6.7.2009 kl. 14:40

2 Smámynd: Héðinn Björnsson

Getur þú sett þessar stærðir í einhvert samhengi fyrir mann? Hvert er t.d. hlutfallið hjá körlum?

Hvernig er andlegt ofbeldi skilgreint í þessarri rannsókn?

Er hópurinn sem tók þátt í könnuninni þversnið af íslenskum konum eða er hægt að leiða líkum að því að þátttaka hafi verið hærri hjá sumum samfélagshópum en öðrum sem gæti haft áhrif á niðurstöðuna?

P.S. Ég er á engan hátt að véfengja niðurstöðuna heldur bara að reyna að skilja hvernig beri að túlka hana.

Héðinn Björnsson, 6.7.2009 kl. 14:58

3 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Best að snúa sér til þeirra sem gerðu þessa rannsókn. Nöfn þeirra eru inn á mbl.is og einnig ítarlegri upplýsingar um úrtakið. Linkurinn er í færslunni.

Kolbrún Baldursdóttir, 6.7.2009 kl. 15:46

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Hvað er svona sláandi við niðurstöðurnar, er það hlutfallið eða að þetta skuli eiga við um konur eingöngu? Afhverju er ekki gerð sambærileg rannsók á körlum sem þolendum ofbeldis? Myndi fólk kippa sér jafn mikið upp við það ef kæmi í ljós að ofbeldi gagnvart körlum væri álíka algengt. Staðreynd málsins er nefninlega sú að meirihluti þolenda ofbeldis yfir höfuð, eru karlar, burtséð frá tegund ofbeldis eða kynferði gerandans. Þetta vill oft gleymast í svona umræðu.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.7.2009 kl. 17:27

5 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Alla rannsóknir á þessu sviði hvort heldur á konum eða körlum, séu þær vel gerðar, eru vel þegnar.

Í viðtalinu við hana Sigþrúði (sjá link að ofan) spurði ég um karlana í þessu sambandi og vísa ég í þáttinn hvað það varðar.

Talið er að andlegt ofbeldi gagnvart körlum sé mun meira en órað fyrir. Ég kannast hins vegar vel úr minni vinnu að konur komi á stofu og tilkynni um vandamál s.s. þunglyndi, kvíða, gigt, ... en þegar farið er að skoða málið kemur í ljós að orsaka er að finna í hinu félagslega umhverfi þeirra, í sumum tilvikum vegna ofbeldis af einhverjum toga af hálfu maka.

Þessu fylgir oft mikil skömm og konan vill e.t.v. síður mæta í viðtal og hefja umræðuna á því að segja að hún sé beitt ofbeldi heima fyrir. 

Umræða, almennt séð, um þessi mál er ekki sett fram til að fullyrða eitt eða neitt um karlana að ég tel.

Ég hef á 18 ára ferli mínum heyrt af afar slæmum tilfellum þar sem karl er beittur ofbeldi af hálfu maka síns. Í þessum tilvikum hef ég frekar fengið til mín makann, þ.e. konuna sem segist líða illa vegna þess að hún beiti mann sinn ofbeldi.

Kolbrún Baldursdóttir, 6.7.2009 kl. 19:12

6 Smámynd: Guðmundur Pálsson

Ef svona rannsókn á að koma að gagni þarf að gera mjög nákvæmur á skilgreiningum. Sérlega hvað er andlegt ofbeldi og kynferðislegt því þar er gráa sónan mjög stór og hugmyndir manna og kvenna ólíkar. Einnig koma að félagssálfræðilegum ástæðum ofbeldis. Og skerpa á þeirri sönnu hugmynd að ofbeldi manna og kvenna er af sitt hvoru taginu. Það þurfa menn að minnsta kosti að viðurkenna.

Hvað les ég út úr þessari rannsókn og fleiri hugleiðingar kringum þetta:  

Líklega eru átök milli kynjanna meiri nú en áður. Konur beita karlmenn meira andlegu ofbeldi en áður ekkert síður en öfugt. Andlegt ofbeldi vekur hið líkamlega ofbeldi (það er ávallt þannig) þó auðvitað verði maðurinn að hemja sig. Ávallt. En hann virðist ekki geta það alltaf.

Karlmaðurinn íslenski er í vörn og hræddur. Hvers vegna? Erfitt er að segja. Ein teorían er að hann getur misst mikið og er ekki sinn eigin herra. Hann getur misst börnin og gerir það iðulega. Hefur lítinn rétt eða engann og er háður duttlungum konunnar.  Staða konunnar er of sterk í syfjamálunum og gerir manninn alveg ruglaðan. Viðkvæmnin milli kynjanna er meiri og samstaðan minni en æskilegt er . Eitt sem við sitjum undir því miður er að róttækur feminismi og aðskilnaðarhyggja kynjanna kyndir undir þessar hugmyndir. Það er hugsanlega einn meginþáttur í því að búa til aukna andúð og ofbeldi. Þetta kann að kom mönnum á óvart. Róttækar kvennahugmyndir ættu að vera jaðarhugmyndir ( en ekki uppistöðuhugmyndir) eins og þær eru td. í Skandinavíu og víðast hvar í Evrópu.  Þar hlusta menn á þessar hugmyndir og virða þær upp að vissu marki en gleypa þær ekki hráar. Hvers vegna gleypum við þessar hugmyndir hráar? Menntunarleysi, low class, krefjandi daglegt streð, erum of mótækileg, ekki föst fyrir, þekkjum ekki ræturnar, vitum ekki hvert við stefnum, skortir góðar fyrirmyndir, lélegt skólakerfi, vanþroska uppeldishugmyndir. Eitthvað af þessu -  kannski allt.

Guðmundur Pálsson, 6.7.2009 kl. 20:28

7 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Þessi rannsókn er mjög athyglisverð,  konur eru ekki þær einu sem þjást vegna ofbeldis.....ofbeldi er til í ótal myndum.

Mér finnst þessi umræða vera nauðsynleg .... það verður að koma með þennan hrylling upp á yfirborðið.

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 6.7.2009 kl. 20:54

8 Smámynd: Sóldís Fjóla Karlsdóttir

Takk fyrir bloggvináttuna. 

Sóldís Fjóla Karlsdóttir, 7.7.2009 kl. 09:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband