Kúplar sig út með milljarða meðan fyrirtækið sekkur eins og sementspoki

Fréttin um gjaldþrot auglýsingastofunnar Góðs fólks olli gallbragði í munni manns.  Eigandinn er Karl Wernersson. Hann gat greitt sér út milljarða í arð en eftir stendur eignalaust fyrirtæki, útistandandi launakröfur og tómir bótasjóðir.

Hvað vakir fyrir einstaklingi sem gerir svona? Er þetta hrein og klár viðskiptasiðblinda?

Manni langar ekki að trúa því að fólk eins og þessi eigandi sé svo forhertur sem halda mætti þegar tíðindi berast eins og um gjaldþrot auglýsingastofunnar Góð fólks.

Vonandi verður þetta rannsakað ofan í kjölinn og helst öll viðskipti þessara bræðra.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Óskars

Siðblinda algjör. 

Þetta verður kannski rannsakað - en þessir menn eru það klárir og halda sig réttu megin á "gráa svæðinu"

Sigrún Óskars, 22.7.2009 kl. 12:34

2 identicon

Þetta heitir nú bara þjófnaður.

Margrét (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 13:05

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það er eins og mig minni að ég hafi margoft haft orð á því að eitt brýnasta verkefni Alþingis er að koma hér á skilvirkri löggjöf um sviksemi í viðskiptum. Og í þeirri löggjöf þurfa að vera ströng refsiákvæði.

Það sama gildir auðvitað um stjórnsýsluábyrgð og ábyrgð opinberra embættismanna. Það er óþolandi að verða vitni að því þegar rannsóknarblaðamenn upplýsa með óhrekjanlegum sönnunum að þessi og hinn spillingarglæpurinn hafi verið framkvæmdur fyrir augunum á þjóðinni að þá sé aðeins rekið upp reiðiöskur og svo deyr allt út í þögn.

Og óþolandi að stjórnarskrá sé brotin af alþingismönnum.

Umsókn um aðild að ESB er umsókn um samning um fullveldisafsal. Í mínum huga er umsóknin ein og sér skýlaust stjórnarskrárbrot. Og ég er ekki einn um þá skoðun að þessa umsókn hefði skilyrðislaust þurft að bera undir þjóðina, en til þess hefði áður þurft að koma heimildinni til umsóknar inn í stjórnarskrána með breytingum. Auðvitað er þetta flókið mál en til þess hefur líklega verið ætlast. 

Árni Gunnarsson, 22.7.2009 kl. 13:58

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þú nefnir rannsóknarblaðamenn Árni og þá vil ég bæta við að mér finnst blaðamenn DV hafa staðið sig einstaklega vel í þessum efnum. DV í dag er allt annað blað en oft áður.

Af hverju er eins og sum mál (jafnvel þar sem sterkar líkur eru á að hafið verið framið lögbrot) virðast bara ætla að gleymast eða sofna?
Ég hef oft velt þessu fyrir mér en held að margir geti einfaldlega ekki tekið við meiru. Upplýsingar um ótrúlegustu hluti hafa rignt yfir frá því í fyrra haust. Ef til vill nær fólk ekki að melta þetta og ekki er hægt að vera yfir sig reiður og hneykslaður 24 tíma á sólarhring, alla daga, allar vikur. Maður dofnar, hættir að upplifa sömu sterku viðbrögðin, verður einhvern veginn ónæmur.

Þess vegna er eins og sum hin alvarlegustu mál bara dagi uppi og séu jafnvel að falla í gleymsku.

En ég hef trú á þessu Embætti sérstaks saksóknara, að það standi sig í stykkinu nú þegar auknu fjármagni hefur verið veitt til þess.
Að það standi vaktina meðan fólkið í landinu er að jafna sig.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 14:25

5 identicon

Má vera að DV standi sig vel í að benda á glæpi allra annarra en eiganda síns Jóns Ásgeirs. Svo virðist sem jörðin hafi gleypt kauða þann og hvergi í fjölmiðlum er minnst á hans gríðarlega framlag til efnahagshrunsins.

siggi (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 14:54

6 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Það var einhver úttekt um daginn á stöðu mála hjá þessum helstu útrásarvíkingum, hvað þeir höfðu keypt og selt osfrv. og einnig voru upplýsingar um suma þeirra t.d. hvar þeir væru staddir í dag og hvað þeir væru að gera. Þó virtist sem ekki væri vitað mikið um nokkra þeirra.  Einn er jú flúinn til Rússlands og tókst samkv. þessum pistli, ef ég man rétt, að skrá eignirnar á maka sinn.

Kolbrún Baldursdóttir, 22.7.2009 kl. 15:27

7 identicon

Þú ert greinilega ekki í bisness,hvað þá við almenningur sem borgum fyrir þetta, ætli þetta gangi ekki svona fyrir sér

Jónas Þórðarson (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 16:06

8 identicon

Siggi

Talsvert til í þessu hjá þér en Jón Ásgeir er núna í góðu yfirlæti í vinnu hjá skilanefnd Landsbankans í London.  Ekki slæm frammistaða það að vera komin á laun hjá okkur eftir allt sem á undan er gengið.

Ásta B (IP-tala skráð) 22.7.2009 kl. 18:58

9 Smámynd: Jón Sveinsson

Á meðan við höfum aðeins spillta ráðamenn sem ekki vilja breyta rétt eins og þessa stjórn þá verður þetta svona, Það átti að breyta lögum svo hægt væri að frysta eigur þjófana, fara síðan og breyta icesave svona viljum við hafa þetta og engar refjar. takk firir mig Kolbrún

Jón Sveinsson, 22.7.2009 kl. 23:41

10 identicon

Sæl Kolbrún.

Eigum við bara ekki að hafa þetta einfalt.

 Þetta er alvarlegur efnahagsglæpur þar sem að gerandinn sýnir EINLÆGAN brotavilja.

Engin viðurlög við slíku ?

Kveðja

Þórarinn Þ Gíslason (IP-tala skráð) 23.7.2009 kl. 00:39

11 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ef það gengi nú jafnvel að koma böndum á þessi svín og varð raunin með stúlkuna sem stal EINNI MILLJÓN á benzínstöðinni á Hornafirði, væri sennilega hægt að segja að verið væri að vinna í málunum af einhverjum krafti. Hvað tefur eiginlega það að einhver þessara skíthæla sé settur bak við lás og slá? Getur verið að fjárframlög þeirra til þingmanna og ráðherra landsins undanfarin ár hafi þar eitthvað um að segja? Djöfulsins viðbjóður, svo ekki sé meira sagt.

Halldór Egill Guðnason, 23.7.2009 kl. 01:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband