Það er erfitt að fyllast ekki óþoli en maður vill þó ekki vera ósanngjarn

Af hverju er eins og vinna hjá embætti Sérstaks saksóknara gangi svakalega hægt sérstaklega þegar fréttir eins og þessar berast:

Fjármálaeftirlitið hefur sent um tug mála vegna peningafærslna sem tengjast bankahruninu til frekari rannsóknar, meðal annars til sérstaks saksóknara. Forstjóri eftirlitsins, segir að afar erfitt sé að sanna brot.

Enn hefur ekkert mál af þessum toga sem verið hefur til rannsóknar hjá embætti Sérstaks saksóknara ratað til dómstóla.

Ég veit að svona mál taka tíma í vinnslu en tími er samt einmitt eitthvað sem þessi þjóð virðist ekki hafa nógu mikið af sérstaklega þegar kemur að þessum málum.

Þarf ekki hinn Sérstaki saksóknari og hans fólk að gefa enn meira í.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband