Clinton fær í samskiptum

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skellti sér í heimsókn til Norður-Kóreu til að ræða við þarlend stjórnvöld um lausn tveggja bandarískra blaðamanna, sem hafa verið fangelsaðir. 

Hann hafði árangur sem erfiði.

Konurnar eru lausar. 

Upplýsingar um hvernig eða hvaða aðferðir og nálgun Clinton notaði í þessum viðræðum liggja ekkert endilega fyrir. Gera má því skóna að Clinton sé einfaldlega afar flinkur í samskiptum.

Vel er hægt að sjá fyrir sér hvernig hann hefur notað tækni sem einkennist af diplómatískri framkomu og festu þar sem hann missir aldrei sjónar af markmiði sínu.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband