VÆG LEIÐ til að fella Icesavesamninginn?

Lífið og tilveran er eins og skákborð, hvað gerir þessi og ef þessi gerir þetta hvað gerir hinn þá osfrv.

Nú er mest spennandi að fylgjast með Icesave skákborðinu. Í færslu í gær dró ég upp þrjú möguleg scenario eða atburðarrás sem gæti orðið þegar Bretum og Hollendingum verða kynntir þeir fyrirvarar sem nú eru óðum að fá á sig mynd á borðum þingmannanna okkar. 

Í Morgunblaðinu í dag er einmitt verið að velta vöngum yfir þessu. Meðal þeirra sem tjá sig á síðum Moggans er Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ. Hann segir:

Ef gerðir eru fyrirvarar þá er samningnum í rauninni hafnað, síðan gætu menn skoðað samninginn með fyrirvörunum sem nýtt tilboð. Þannig má líta á þessa aðferð sem vægari leið til að fella samninginn.

Ég er alveg sammála Stefáni en finnst skondið að ímynda mér að hægt sé að fella samning vægt. Annað hvort er hann felldur eða ekki.

En það sem Stefán er sennilega að segja að með því að hafa það vel skilgreint hverju þurfi að breyta í samningnum til að hægt sé að samþykkja hann er ekki alveg verið að segja að allt í honum sé ónýtt þótt honum sé hafnað. Í kjölfarið hæfust samningaviðræður að nýju ef mótaðili samþykkir það yfir höfðuð.

Nú er mikið spáð i hvernig þessir fyrirvarar eru. Er þetta bara  fínpússning á orðalagi, smá tiltekt í texta eða eru þetta víðtækari efnisbreytingar? Hvar liggja mörkin?

Segjum að Bretum og Hollendingum langi til að ljúka þessu og séu því tilbúnir að skoða fyrirvarana þótt víðtækir séu innan þessara sömu samningalotu og hyggist senda móttillögur sem síðan yrðu skoðaðar hér og svo framvegis.., þá lítur svo út sem samningaviðræðunum sem hófust fyrr á þessu ári hafi í raun aldrei verið alveg lokið jafnvel þótt skrifað hafi verið undir samning?  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Menn tala alltaf einsog IceSafe samningurinn sé til meðferðar alþingis. Svo er öldungis ekki. Samningurinn liggur fyrir undirritaður og klár. Það sem vantar er lagasetning sem heimilar ríkissjóði að standa við skuldbindingar sem í samningnum felast. Veiti þingið heimildina fylgir því lántaka. Þingið getur hafnað þessari umleitan og ekkert lán veitist okkur og skuldin sem ríkissjóður á að greiða fyrir hönd skuldatryggingasjóðs gjaldfellur í haust. Verði lánið gjaldfellt tekur almenningur á sig skellinn strax. Hinn kosturinn er að 7 ára aðlögunartími fæst áður en greiðslur hefjast. Ég er ekki í vafa um að ríkisstjórnin velur rétta leið fyrir okkar hönd. Ekki gerir stjórnarandsaðan neitt nema rífa kjaft.

Gísli Ingvarsson, 7.8.2009 kl. 20:09

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Þetta er rétt hjá þér Gísli og öll þessi umfjöllun hlýtur að virka mjög ruglingsleg fyrir fólk almennt séð.Samningurinn sjálfur er ekki til meðferðar á þinginu heldur einhver texti sem á að hanga við hann?

Þessir fyrirvarar eru einungis fyrirvarar sem íslenska ríkið er búa til fyrir íslendinga og geta því ekki þýtt mikið fyrir Bretana og Hollendingana. Hvernig virkar það svo ef Íslendingar vilja síðar beita þeim??

Það getur ekki verið að verið sé að gera einhverjar einhliða efnislegar breytingar á samningnum sjálfum sem liggur fyrir undirritaður enda slíkt aðeins við samningaborð.

Eru þessir fyrirvara því ekki bara orðin tóm nema ef ske kynni að þeir gangi það stutt að þeir rúmist algerlega innan samningsins?

Allt þetta virkar akkúrat nú fyrir  mér eins og sakir standa sem sálfræðileg dúsa upp í þá sem eru á móti þar sem þetta mun jafnvel ekki hafa neitt vægi þegar allt kemur til alls, eða hvað?

En kannski eiga mál eftir að skýrast nánar næstu daga.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.8.2009 kl. 16:45

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband