Að lifa með athyglisbrest og ofvirkni (ADHD)

addkrnaerverusalar_03sep09.jpgÍ þættinum í kvöld verður fjallað um athyglisbrest (ADD) og ofvirkni (HD) hjá fullorðnum einstaklingum.

Hvernig birtast einkennin helst á fullorðinsárunum?

Hvernig er að lifa með þessa röskun og hvernig er hægt að takast á við einkennin svo þau hafi ekki skaðleg áhrif á lífið?

Fylgiraskanir geta verið af ýmsum toga, m.a. áfengis- og vímuefnaneysla og matarfíkn.

Sigríður Jónsdóttir, eða Sirrý eins og hún er kölluð er markþjálfi (life coach) og hefur bæði persónulega reynslu af ADHD og er auk þess fagmaður á sviðinu. Hún hefur sjálf nýtt sér 12 sporin og stendur um þessar mundir fyrir námskeiðum fyrir 18 ára og eldri. 

Það eru leiðir út úr þessum vanda eins og öðrum. Enginn þarf að vera í fórnarlambs eða sjúklingahlutverkinu þótt hann hafi greinst með ADHD.

Sjá einnig Í nærveru sálar frá því í nóvember 2008 þar sem rætt var við Ingibjörgu Karlsdóttur, formann ADHD samtakanna. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gæti verið athyglisvert að horfa á þetta á ÍNN

Kv.

mamma

Hildur (IP-tala skráð) 7.9.2009 kl. 13:59

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Um að gera að hringja á ÍNN og kanna hvort þeir eru ekki til í að skella þættinum sem fyrst á netið ef hann er ekki þegar kominn þangað.

Kolbrún Baldursdóttir, 9.9.2009 kl. 09:23

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband