Opin á morgun milli 13:00 og 17:00. Sýning á trélist. Hráefni: heimaræktaður viður.

p9270092.jpg

Í Árskógum 4, gegnt Mjóddinni, hægra megin við Breiðholtsbrautina.

Jón Guðmundsson er plöntulífeðlisfræðingur og trérennismiður og vinnur eingöngu úr innlendum viði auk rekaviðar. Hann hefur verið í stjórn Félags trérennismiða á Íslandi frá árinu 2000 og verið með á samsýningum félagsins frá árinu 1998.

Heimaræktaður viður getur verið mikilvægt hráefni í listsköpun svo og framleiðslu nytjahluta. Nýting þessa hráefnis er sjálfstætt markmið. Í lauftrjám má finna margs konar áferð, liti og mynstur.

Við vinnslu viðarins er ávallt reynt að ná fram sérstöðu hvers viðarbútar, svo sem einstakt viðarmynstur. Suma viðarbúta er hægt að renna svo þunnt að hægt er að nota þá í lampaskermi, en nærri allir henta í skálar og krúsir. Einkenni rekaviðarins er að þar má finna maðksmogna búta sem kemur skemmtilega út í trélist.

Sýningin er opin virka daga frá kl. 09:00 til 17:00 og um helgina 24. -25. október frá kl. 13:00 til 17:00. Heitt kaffi á könnunni um helgina. Til sýnis eru 22 hlutir.

faereyjasyninginrimg0030.jpg

Sjá meira hér.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmfríður Bjarnadóttir

Frábær listamaður á ferð. Takk fyrir að miðla þessu til okkar hér

Hólmfríður Bjarnadóttir, 21.10.2009 kl. 23:38

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband