Uppeldistækni sem virkar

naerverusalarpmtkr119.jpg

PMT stendur fyrir „Parent Management Training“, sem er aðferð fyrir foreldra og aðra sem koma að uppeldi. 

Um er að ræða hugmyndakerfi  sem ættað er frá Oregon og sem miðast að því að stuðla að góðri aðlögun barna. Þessi aðferðarfræði hefur nýst sérlega vel ef börn sýna einhver hegðunarfrávik. Meginhöfundurinn er Dr. Gerald Patterson.

PMT felur í sér að foreldrum er kennt að nýta sér styðjandi verkþætti eða verkfæri sem stuðla að jákvæðri hegðun barnsins og draga að sama skapi úr neikvæðri hegðun. Í löngu rannsóknarferli hefur það sýnt sig að viðeigandi beiting hefur verulega bætandi áhrif á atferli og aðlögun barnsins.

Í Í nærveru sálar, mánudagskvöldið 4. janúar kl. 21.30 ætlum við Margrét Sigmarsdóttir, sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði að skoða ofan í verkfærakassa PMT.

Þar er m.a. að finna hvernig hægt er að gefa fyrirmæli á árangursríkan hátt og hvað það er sem skiptir máli, vilji foreldrar stuðla að jákvæðum samskiptum við barnið. Einnig mikilvægi þess að nota hvatningu og hrós þegar kenna á nýja hegðun. Við skoðum hvaða nálgun virkar þegar setja skal mörk og einnig þegar draga þarf úr óæskilegri hegðun.

Síðast en ekki síst munum við Margrét ræða um mikilvægi þess að grípa inn í snemma og vinna með vandann á fyrstu stigum. Alvarlegir hegðunarerfiðleika sem ná að fylgja barni til unglingsára geta leitt til enn alvarlegri vandamála síðar meir og haft m.a. í för með sér áfengis- og vímuefnanotkun með tilheyrandi fylgikvillum.

Unnið er eftir PMT hugmyndafræðinni víða um land þar á meðal í Hafnarfirði.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband