Bloggfærslur mánaðarins, mars 2007

Áfram tala Framsóknarmenn um 90% lán?

Ég var að heyra í fréttum í kvöld að enn og aftur vilja Framsóknarmenn 90% lán. Var ég að misskilja eitthvað?  Er ekki nóg komið af þessari vitleysu? Auðvitað er hver og einn ábyrgur fyrir sínum lántökum en ungt fólk freistast til að að halda að þetta sé sniðugt. Þau eru mörg hver ekki að horfa langt inn í framtíðina eða að átta sig á því að skuldir hverfa ekki bara. Spurt var í  fréttunum áðan hvort þetta væri kosningatitringur hjá Framsókn. Ég spyr, lærir þessi Flokkur ekki af reynslu? 

Hin mörgu mistök Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn hefur verið í samstarfi við minn góða Flokk (Sjálfstæðisflokkinn) árum saman og ég veit að samstarfið hefur verið gott sérstaklega ef tekið er mið af svo löngu hjónabandi. Margir framsóknarmenn og konur eru líka yndislegt fólk, því kynntist ég í eigin persónu þegar ég var á þinginu. Öll uxu þau í áliti hjá mér við kynni.  Þegar, hins vegar, litið er aftur í tímann og stefna og framkvæmdir Framsóknarflokksins skoðaðar svona þegar hann er að spila upp á eigin spýtur, þá blasa mistökin við og sum þeirra býsna alvarleg. Skemmst er að minnast kosningaloforðs Árna Magnússonar um 90% lánin og sá rússíbani sem kom í kjölfar þess í lána- og bankamálum. Þessi bolti nánast sneri þjóðfélaginu á hvolf. Svo er það blessuð landbúnaðarstefnan sem við höfum verið að blogga heilmikið um upp á síðkastið. Listinn er langur svo mikið er víst og nær langt aftur í tímann.

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband