Bloggfćrslur mánađarins, mars 2007

Lćkkun matvöruverđs

Mér fannst ég verđa áţreifanlega vör viđ ađ matvörur a.m.k. ţćr sem ég keypti í gćr höfđu lćkkađ. Hins vegar fór ég í verslun fyrr í vikunni, keypti eitthvađ smotterí svona eins og gengur og greiddi heilan helling fyrir. Ég fór ţví ađ hugsa í gćr hvort ţađ hefđi getađ veriđ ađ kaupmenn höfđu hćkkađ vörurnar rćkilega svona dögum eđa vikum fyrir ţann dag sem ţeir urđu ađ lćkka.  Ţetta er auđvitađ bara getgátur en kannski ekki óraunhćfar ef byrgjar hafa veriđ ađ hćkka eitt og annađ til verslanna. Kaupmenn vilja auđvitađ lćkka sínar vörur nú til ađ vera samkeppnishćfir.

Áfram tala Framsóknarmenn um 90% lán?

Ég var ađ heyra í fréttum í kvöld ađ enn og aftur vilja Framsóknarmenn 90% lán. Var ég ađ misskilja eitthvađ?  Er ekki nóg komiđ af ţessari vitleysu? Auđvitađ er hver og einn ábyrgur fyrir sínum lántökum en ungt fólk freistast til ađ ađ halda ađ ţetta sé sniđugt. Ţau eru mörg hver ekki ađ horfa langt inn í framtíđina eđa ađ átta sig á ţví ađ skuldir hverfa ekki bara. Spurt var í  fréttunum áđan hvort ţetta vćri kosningatitringur hjá Framsókn. Ég spyr, lćrir ţessi Flokkur ekki af reynslu? 

Hin mörgu mistök Framsóknarflokksins.

Framsóknarflokkurinn hefur veriđ í samstarfi viđ minn góđa Flokk (Sjálfstćđisflokkinn) árum saman og ég veit ađ samstarfiđ hefur veriđ gott sérstaklega ef tekiđ er miđ af svo löngu hjónabandi. Margir framsóknarmenn og konur eru líka yndislegt fólk, ţví kynntist ég í eigin persónu ţegar ég var á ţinginu. Öll uxu ţau í áliti hjá mér viđ kynni.  Ţegar, hins vegar, litiđ er aftur í tímann og stefna og framkvćmdir Framsóknarflokksins skođađar svona ţegar hann er ađ spila upp á eigin spýtur, ţá blasa mistökin viđ og sum ţeirra býsna alvarleg. Skemmst er ađ minnast kosningaloforđs Árna Magnússonar um 90% lánin og sá rússíbani sem kom í kjölfar ţess í lána- og bankamálum. Ţessi bolti nánast sneri ţjóđfélaginu á hvolf. Svo er ţađ blessuđ landbúnađarstefnan sem viđ höfum veriđ ađ blogga heilmikiđ um upp á síđkastiđ. Listinn er langur svo mikiđ er víst og nćr langt aftur í tímann.

« Fyrri síđa

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband