Bloggfćrslur mánađarins, janúar 2008
Skuldir vegna jólanna
8.1.2008 | 13:47
Ţá er komiđ ađ ţví ađ gera upp reikninga sem tengjast útgjöldum vegna jólahalds í tilvikum ţeirra sem ekki gátu greitt vörurnar ađ mestu út í hönd ţ.e. áttu fyrir ţeim. Nćstu vikur og mánuđir fara hjá mörgum í ađ greiđa fyrir jólagjafirnar, jólafötin og jólamatinn og annađ ţađ sem sérstaklega tengdist jólahátíđinni.
Ţađ er ekki bara ađ jólaundirbúningurinn er farinn ađ hefjast fyrr međ tilkomu jólaskreytinga í verslunum og á götum úti jafnvel um miđjan nóvember heldur lýkur ţeim einnig seinna sérstaklega hjá ţeim sem eiga eftir ađ greiđa upp skuldir sem tengjast ţeim.
Hjá ţeim er ,,jólunum kannski ekki alveg lokiđ fyrr en síđustu kreditkortafćrslurnar hafa horfiđ af yfirlitinu.
Sá hópur sem bíđur ţess ađ borga ţessar skuldir er vísast til fjölbreyttur. Gera má ţví skóna ađ ákveđinn hluti séu ţeir sem hafa ekki nóg ađ bíta og brenna vegna lágra launa, veikinda, örorku eđa annarra ástćđna en vilja ţrátt fyrir bágborinn efnahag gleđja ástvini sína og tryggja ţeim gleđilegar minningar um gjafir og góđan mat ţessi jól.
Annar hluti ţessa hóps hefur einfaldlega eytt um efni fram jafnvel langt umfram greiđslugetu. Ţeir kunna ađ hugsa sem svo ađ ţetta séu nú einu sinni jól og ţví engan veginn hćgt ađ sćtta sig viđ annađ en ađ kaupa margt og mikiđ hver svo sem efnahagurinn er. Sumir hafa gert ţađ ađ venju sinni ađ greiđa fyrir vörur međ jöfnum afborgunum ţ.e. greiđsludreifingu.
Enn annar hluti ţessa hóps er fólk sem sér kannski ekkert fram á ađ geta greitt ţessar skuldir, hvorki nú né síđar. Ţeir kunna ađ hafa misst sjónar af sambandinu milli ţess sem ţeir eiga eđa eru líklegir til ađ eignast og ţess sem ţeir skulda. Í ţeirra huga er stađan einfaldlega svo slćm ađ ekki skipti máli ţótt hún versni.
Svona er ţetta mismunandi hjá fólki í okkar ţjóđfélagi.
Peningamál | Breytt s.d. kl. 15:18 | Slóđ | Facebook
Forsetakosningar í sumar?
5.1.2008 | 13:09
Hvađ vill ţjóđin?
Sú ákvörđun Ólafs Ragnars Grímssonar ađ gefa aftur kost á sér til nćstu fjögurra ára í embćtti forseta Íslands kemur í sjálfu sér fćstum á óvart. Ţegar litiđ er yfir ţau ár sem Ólafur hefur gengt embćttinu er ekki hćgt ađ segja annađ en ađ hann hafi stađiđ sig alveg ágćtlega. Ólafur er mörgum kostum gćddur og hefur auk ţessa komiđ inn međ nýjar áherslur eins og von er vísa ţegar nýtt blóđ tekur ađ renna um ćđar svo fjölţćtts embćttis sem forsetaembćttiđ er.
Vigdís Finnbogadóttir sem einnig sat í embćtti í 16 ár var einnig mjög ástsćl. Vigdís var ekki pólitískur leiđtogi, hún hafđi aldrei veriđ viđlođandi neinn stjórnmálaflokk né komiđ beint eđa óbeint ađ pólitísku starfi ef ég man rétt. Ţess vegna fannst mörgum ţađ viđbrigđi ţegar Ólafur náđi kjöri í embćttiđ enda ţar á ferđinni gamalgróinn stjórnmálamađur, jafnvel nokkuđ umdeildur og sannarlega pólitískur í hugsun og verki. Enda ţótt Ólafi hafi tekist ađ ađskilja pólitískar skođanir sínar frá embćttisverkum međ ágćtum ţá hafa einstaka embćttisfćrslur hans í gegnum árin litast dálítiđ af ţeim. Ţađ er í sjálfu sér alls ekkert óeđlilegt enda útilokađ ađ ćtlast til ţess ađ fyrri reynsla hans og störf afmáist út međ öllu ţótt hann setjist á forsetastól.
Vill ţjóđin pólitískan eđa ópólitískan forseta?
Um ţetta vćri gaman ađ fá einhverja umrćđu og ađ vilji fólksins hvađ ţetta varđar yrđi e.t.v. kannađur.
Ţađ er í raun hiđ besta mál ađ Ólafur Ragnar ćtlar ađ gefa kost á sér enn á ný.
Ţó verđ ég ađ segja ađ ţađ vćri mjög gaman ef fleiri frambćrilegir kandídatar, konur og menn myndu einnig gefa kost á sér. Ađdragandi og allt ţađ sem fylgir forsetakosningum er afar skemmtilegur tími sérstaklega ef valiđ stendur á milli fleiri en tveggja. Ţá spáir ţjóđin og spekúlerar hver sé nú frambćrilegastur og besti kosturinn fyrir ţjóđina. Ţađ ađ standa frammi fyrir vali er einfaldlega alltaf skemmtilegt.
Nú ţegar heyrst hefur ađ Ástţór Magnússon muni e.t.v. ćtla ađ fara fram gegn Ólafi ţá er alveg tilvaliđ fyrir ţá sem ganga međ forsetann í maganum ađ skella sér slaginn. Ţjóđin ţarf hvort eđ er ađ greiđa háar upphćđir vegna mögulegs mótframbođs Ástţórs.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:19 | Slóđ | Facebook