Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2009

VÆG LEIÐ til að fella Icesavesamninginn?

Lífið og tilveran er eins og skákborð, hvað gerir þessi og ef þessi gerir þetta hvað gerir hinn þá osfrv.

Nú er mest spennandi að fylgjast með Icesave skákborðinu. Í færslu í gær dró ég upp þrjú möguleg scenario eða atburðarrás sem gæti orðið þegar Bretum og Hollendingum verða kynntir þeir fyrirvarar sem nú eru óðum að fá á sig mynd á borðum þingmannanna okkar. 

Í Morgunblaðinu í dag er einmitt verið að velta vöngum yfir þessu. Meðal þeirra sem tjá sig á síðum Moggans er Stefán Már Stefánsson, prófessor við lagadeild HÍ. Hann segir:

Ef gerðir eru fyrirvarar þá er samningnum í rauninni hafnað, síðan gætu menn skoðað samninginn með fyrirvörunum sem nýtt tilboð. Þannig má líta á þessa aðferð sem vægari leið til að fella samninginn.

Ég er alveg sammála Stefáni en finnst skondið að ímynda mér að hægt sé að fella samning vægt. Annað hvort er hann felldur eða ekki.

En það sem Stefán er sennilega að segja að með því að hafa það vel skilgreint hverju þurfi að breyta í samningnum til að hægt sé að samþykkja hann er ekki alveg verið að segja að allt í honum sé ónýtt þótt honum sé hafnað. Í kjölfarið hæfust samningaviðræður að nýju ef mótaðili samþykkir það yfir höfðuð.

Nú er mikið spáð i hvernig þessir fyrirvarar eru. Er þetta bara  fínpússning á orðalagi, smá tiltekt í texta eða eru þetta víðtækari efnisbreytingar? Hvar liggja mörkin?

Segjum að Bretum og Hollendingum langi til að ljúka þessu og séu því tilbúnir að skoða fyrirvarana þótt víðtækir séu innan þessara sömu samningalotu og hyggist senda móttillögur sem síðan yrðu skoðaðar hér og svo framvegis.., þá lítur svo út sem samningaviðræðunum sem hófust fyrr á þessu ári hafi í raun aldrei verið alveg lokið jafnvel þótt skrifað hafi verið undir samning?  

 


Hvernig munu Bretar og Hollendingar bregðast við Icesave fyrirvörunum?

Brátt munu þeir fyrirvarar sem setja á við Icesave-ríkisábyrgðina (Samninginn)  liggja fyrir, fyrirvarar sem flokkarnir eru að koma sér saman um. Vinnslan er á lokastigi samkvæmt Guðbjarti Hannessyni, formanni Fjárlaganefndar.

Guðbjartur sagði í fréttum að fyrirvararnir eða öllu heldur hugmyndir að þeim hefðu ekki verið lagðir fyrir Breta og Hollendinga með formlegum hætti en muni það verða gert þegar flokkarnir hafi endanlega komið sér saman um útfærslu þeirra. Þetta segir að mjög líklega hafa Bretar og Hollendingar verið upplýstir að einhverju leyti um eðli þessara fyrirvara auk þess sem þeir frétta vissulega af ferli málsins með því að fylgjast með fréttum frá Íslandi.

Nú verður spennandi að sjá hvernig Bretarnir og Hollendingarnir bregðast við þegar þeim verða kynntir þessir fyrirvarar.

Hér koma nokkur senaríó sem hægt væri að ímynda sér að gæti gerst:

1. Bretar og Hollendingar eru sáttir við fyrirvarana og hvetja til þess að Icesave ríkisábyrgðin með þessum fyrirvörum verði lögð fyrir þingið til afgreiðslu.

2. Bretar og Hollendingar hugnast ekki þessir fyrirvarar að hluta til eða að öllu leyti og segja að ekki hafi verið samið um neinn annan fyrirvara en þann að Samningurinn skyldi lagður fyrir þingið til samþykktar eða synjunar. Þeir vilji halda sig við það sem lagt var upp með. 

3. Bretar og Hollendingar eru opnir fyrir að skoða þessa fyrirvara, sumir séu í lagi en þeir kunni að vilja gera á öðrum einhverjar breytingar sem þeir munu þá senda um hæl. Boltinn er þá hjá þeim og Alþingi bíður eftir að sjá hvað kemur til baka

Verði viðbrögð Breta og Hollendinga eins og segir í lið 3, má segja að nýjar samningaviðræður hefjist án þess að hinn umdeildi samningur sem Samninganefnd Íslands kom með heim leggist nokkurn tíman fyrir Alþingi til afgreiðslu.

Það verður sannarlega fróðlegt að sjá hvernig þetta allt muni þróast og hvernig Bretar og Hollendingar bregðast við nú þegar þeim verða kynntir fyrirvarar íslenska ríkisins

Skyldu þeir vera stífir og fastir í prinsippi eða vera sveigjanlegir, opnir og lausnarmiðaðir í hugsun?

 


Clinton fær í samskiptum

Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, skellti sér í heimsókn til Norður-Kóreu til að ræða við þarlend stjórnvöld um lausn tveggja bandarískra blaðamanna, sem hafa verið fangelsaðir. 

Hann hafði árangur sem erfiði.

Konurnar eru lausar. 

Upplýsingar um hvernig eða hvaða aðferðir og nálgun Clinton notaði í þessum viðræðum liggja ekkert endilega fyrir. Gera má því skóna að Clinton sé einfaldlega afar flinkur í samskiptum.

Vel er hægt að sjá fyrir sér hvernig hann hefur notað tækni sem einkennist af diplómatískri framkomu og festu þar sem hann missir aldrei sjónar af markmiði sínu.

 


Hefði ég vitað að skortur væri á bílaleigubílum...þá...

-hefði ég verið til í að leiga minn.

Umræðan um að þann mikla skort sem verið hefur á bílaleigubílum í sumar var í fréttum í kvöld.

Afleiðing  bílaleiguskortsins, segir fulltrúi bílaleigu, vera tap upp á marga milljarða.

Fréttir af þessari vöntun á bílum til leigu hefur ekki heyrst fyrr í sumar (minnir mig)  en ætla má að hefði fólk almennt vitað um að bílaleigur vanti bíla í svo stórum stíl til að leigja út er ekki ósennilegt að einhverjir hefðu viljað leiga sinn og fá með því nokkrar krónur í vasann. 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband