Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2011

Loksins, gamla frumvarpið mitt til laga að verða að veruleika

Mitt fyrsta og sennilega síðasta frumvarp til laga er að verða að veruleika að því sem ég best get séð. Hækka á ökuleyfisaldur í 18 ára.

Á sínum tíma taldi ég mig færa ágæt rök fyrir mikilvægi þess að hækka lágmarksaldur ökuleyfis í 18 ár. Ég mælti fyrir þessu frumvarpi síðla dags í nærveru afar fárra þingmanna. Þáverandi samgönguráðherra var reyndar svo almennilegur að vera viðstaddur.

Það vildu ekki margir þingmenn koma nálægt þessu frumvarpi. Pétur Blöndal var strax tilbúinn að vera með og Þuríður Backman bættist í hópinn á síðustu stundu.

Nú er þetta að verða raunin. Ég ætla ekki að þreyta bloggheim með rökum þessu tengdu en á þau til að sjálfsögðu.


Bara geri það og steinheld kjafti á meðan

Hvað sem öllu líður er dónalegt að púa á fólk. Jón Gnarr á ekki persónulega sök á þeim vanda sem þjóðin glímir nú við eða borgarbúar ef því er að skipta. Ég fagna hagræðingu og betra skipulagi. Margt hefur lengi mátt betur fara.

Finnst bara í lagi að vinna meira fyrir minna á meðan við komum okkur út úr þessu. Bara geri það á meðan kraftar leyfa og steinheld kjafti á meðan.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband