Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

Líði barni illa í skólanum þarf að finna hvað veldur

Að afnema skólaskyldu yrði brjálaði enda klárlega ekki á döfinni. Það væri  hugmynd sem er ekki hugsuð út frá hagsmunum barna.

Líði barni illa í skólanum þarf að taka það háalvarlega, skoða í grunninn hvað veldur og hætta ekki fyrr en búið er að bæta úr þannig að barnið geti hlakkað til að koma í skólann og geti notið þess að vera þar.


Skólinn er ekki bara mikilvægur vegna námsefnisins. Það er svo margt annað sem börnin eru að fá út úr skólasókn en að læra á bókina eins og við vitum.  Að taka þennan rétt frá þeim væri mannréttindabrot.

Skil þó alveg þann punkt sem Margrét Pála er að nefna með mótiveringu foreldranna og að þeir sjái þetta ekki vera kvöð fyrir barnið sitt sem e.t.v. líður illa í skólanum.

Öll börn eiga rétt á því að líða vel í skólanum sínum. Góð samvinna við foreldra er lykilatriði.


Algengt er að menn reisi hús og hótel á leigulóð

Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo vill  kaupa Grímsstaði á Fjöllum.

Íslendingar eiga ekkert endilega lóðirnar undir húsum sínum.

Af hverju þarf að þessi maður endilega að eignast alla jörðina til að hugsanlega fá að reisa þar hótel og golfvöll?

 Mörg hótel á landinu eru á leigulóðum.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband