Bloggfærslur mánaðarins, október 2017

Hvar á að taka peningana?

KrónanÞetta er spurning sem allir stjórnmálaflokkarnir fá um þessar mundir þegar loforðin streyma fram um hvernig þeir ætla að bæta samfélagið.

Flokkur fólksins vill að lífeyrissjóðakerfið verði endurskoðað, meðal annars að staðgreiðsla skatta sé greidd við inngreiðslu í sjóðina en ekki við útgreiðslu úr þeim eins og hún er núna. Þetta mun auka tekjur ríkissjóðs um tugi milljarða króna á ári sem hægt væri að setja t.a.m. í heilbrigðiskerfið, gjaldfrjálsa grunnheilbrigðisþjónustu og til að uppræta biðlista. 


Gjaldfrjáls grunnheilbrigðisþjónusta og jöfn tækifæri til sálfræðiaðstoðar

sálfr mynd

Hér er niðurlag greinar Sálfræðiþjónusta forvörn gegn sjálsvígum sem sjá má í heild sinni á visi.is 

 

 

Flokkur fólksins vill að grunnheilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls. Vinna þarf í því að efla sálfræðiþjónustu í landinu annars vegar með því að þjónustan verði niðurgreidd eins og í nágrannalöndum okkar og hins vegar að heilsugæslustöðvar verði fullmannaðar sálfræðingum til að sinna öllum aldurshópum. Með þessum hætti geta allir haft jafnan aðgang að sálfræðiþjónustu og sömu tækifæri til að leita sálfræðiaðstoðar án tillits til efnahags eða fjárhagslegrar afkomu.

 Einstaklingar eldri en 18 ára sem glíma við þunglyndi og kvíða með tilheyrandi fylgifiskum hafa oft ekki efni á sálfræðiaðstoð. Fólk getur að sjálfsögðu leitað til geðlækna og er sú þjónusta niðurgreidd af ríkinu. Bið eftir tíma hjá geðlækni er í sumum tilfellum býsna löng. Fólk hefur vissulega aðgang að bráðamóttöku í neyðartilfellum.

Einstaklingnum ber að hafa frelsi til að velja sér þá þjónustu sem hann telur að best mæti sínum sérþörfum hverju sinni. Þetta val þarf að geta verið óháð efnahag og fjárhagslegri afkomu. Væri sálfræðiþjónusta niðurgreidd eins og geðlæknaþjónusta gæti einstaklingurinn valið hvort hann vilji leysa úr sálrænum vanda sínum og ná bættari líðan með því að sækja meðferð hjá sálfræðingi eða fara í viðtal hjá geðlækni og jafnvel fá ávísuð geðlyf í sama tilgangi. Í mörgum tilfellum, sérstaklega þeim erfiðustu, þarf fólk þjónustu beggja fagaðila.

Eins og málin standa í dag hafa ekki allir jöfn tækifæri til að nýta sér sálfræðiþjónustu. Í raun má segja að sálfræðiþjónusta standi einungis þeim efnameiri til boða. Það þykir mörgum óskiljanlegt af hverju Íslendingum hefur ekki tekist að fylgja nágrannalöndum sínum í þessu efnum. Sálfræðiþjónusta er hluti af grunnheilbrigðisþjónustu í löndum sem við viljum bera okkur saman við.

Það er löngu tímabært að sálfræðiþjónusta verði hluti af þeirri  grunnheilbrigðisþjónustu sem almannatryggingakerfið tekur þátt í að greiða niður. Forvarnarúrræðin á borð við sálfræðiaðstoð þurfa að vera aðgengileg öllum án tillits til efnahags.

Síðastliðinn áratug hafa sálfræðingar ítrekað reynt að fá ráðamenn til að sjá mikilvægi þess að niðurgreiða sálfræðiþjónustu m.a. með því að sýna fram á þann sparnað sem slíkur samningur myndi skapa í heilbrigðiskerfinu. Líklegt er að með tilkomu niðurgreiðslna á sálfræðiþjónustu geti dregið úr geðlyfjakostnaði. Væri slíkur þjónustusamningur til getur sálfræðiþjónusta sem slík flokkast sem raunhæf forvörn gegn sjálfsvígum og sjálfsvígstilraunum sem og öðrum erfiðleikum og vandamálum sem upp kunna að koma í lífi sérhvers einstaklings.

Sálfræðingar eru nú komnir á flestar heilsugæslustöðvar landsins og ber því að fagna. Sálfræðiþjónustan er gjaldfrjáls fyrir börn frá 0 til 18 ára og konur sem vísað er af Mæðravernd. Enn vantar töluvert upp á að fullmanna allar stöður sálfræðinga. Fjármagnið sem var eyrnamerkt til aukningar sálfræðiþjónustu m.a. fyrir fullorðna skilaði sér ekki sem skyldi til heilsugæslustöðva. Þær stöðvar sem myndu vilja bæta við stöðuhlutfall sálfræðings þyrftu þá að taka það af öðrum rekstrarlið t.d. fækka öðru starfsfólki. Engar skýringar hafa fengist á af hverju þeir fjármunir sem eyrnamerktir voru til að auka stöðuhlutfall sálfræðinga skiluðu sér ekki þangað sem þeim var ætlað. Niðurstaðan er sú að aðeins þær stöðvar sem voru með rekstrarafgang gátu aukið við stöðugildi sálfræðings til að sinna aldurshópnum sem er eldri en 18 ára.

Kolbrún Baldursdóttir er sálfræðingur og skipar 2. sæti á framboðslista Flokks fólksins í Reykjavíkurkjördæmi norður.


Aukið fé til fræðslu og forvarna í skólum og sjálfsstyrkingu fyrir börnin

kynfer. ofb, málþingFemínistafélag Háskóla Íslands boðaði til málþings um kynferðisofbeldi þar sem fulltrúum stjórnmálaflokkanna var boðið að koma og svara hvað okkar flokkur ætlaði að gera í málefnum kynferðisofbeldis á Íslandi hljóti hann brautargengi í komandi kosningum.
Flokkur fólksins:
- Vill veita auknu fé í viðvarandi fræðslu og forvarna í skólum og sjálfstyrkingu fyrir börnin
-Ljúka hið fyrsta heildstæðri aðgerðaráætlun ríkisins í kynferðisofbeldismálum en hún hefur legið á borði stjórnvalda um langa hríð
- Vill að grunnheilbrigðisþjónusta verði gjaldfrjáls
- Vill að aðgengi að sálfræðiþjónustu verði jafnt um allt land án tillits til efnahagslegrar afkomu

Flokkur fólksins:
- Hefur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna að leiðarljósi í öllum málefnum er varða börn
-Leggur áherslu á að börn fái alltaf hlustun og njóti ávallt vafans segi þau frá ofbeldi
- Leggur áherslu á samvinnu skóla, grasrótarsamtaka og heimila í þessum málum sem öðrum er varðar börn
- Leggur áherslu á fræðslu um viðbrögð fullorðinna ef barn segir frá ofbeldi
- Leggur áherslu á fræðslu til stofnana og fagstétta um tilkynningarskylduna

Margt annað var rætt sem Flokkur fólksins tók undir þar á meðal að staða brotaþola í ofbeldismálum er óviðunandi. Brotaþolar verða að fá aukna aðkomu að eigin málum!

kynfer. ofb, málþing

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband