Bloggfćrslur mánađarins, júní 2018
Hvađ er í gangi hjá Félagsbústöđum?
29.6.2018 | 08:23
Félagsbústađir hafa talsvert veriđ til umrćđu ađ undanförnu og kemur ekki til af góđu. Margir hafa leitađ til mín og sagt farir sínar ekki sléttar í samskiptum viđ ţetta fyrirtćki sem er undir B hluta borgarinnar. En fćstir ţora ađ koma fram undir nafni af ótta viđ afleiđingar.
Ţetta er óhuggulegt og tel ég ađ viđ ţurfum ađ leggjast á eitt til ađ finna út hvađ sé ţarna í gangi. Á fyrsta borgarstjórnarfundi lagđi ég fram tillögu um ađ óháđir ađilar yrđu fengnir til ađ taka út ýmsa ţćtti ţarna, ekki einungis reksturinn. Ţessari tillögu var í gćr, á fundi borgarráđs, vísađ til umsagnar hjá fjármálastjóra og innri endurskođun. Ég var ósátt viđ ţessa afgreiđslu og lét bóka ţađ. Hefđi viljađ sjá óháđan ađila kalla sjálfur eftir gögnum m.a. hjá fjármálastjóra og frá innri endurskođun eftir atvikum.
Í gćr var ég međ ađra tillögu sem tengist Félagsbústöđum. Hún hljóđar svona:
Tillaga áheyrnarfulltrúa Flokks fólksins um úttekt á biđlista Félagsbústađa
Áheyrnarfulltrúi Flokks fólksins leggur fram svohljóđandi tillögu:
Lagt er til ađ gerđ verđi úttekt á biđlista Félagsbústađa. Í greiningunni komi fram:
1. Hverjir eru á biđlista, hve margar fjölskyldur, einstaklingar, öryrkjar og eldri borgarar?
2. Hverjar eru ađstćđur ţessara ađila, fjölskylduađstćđur, aldur og ástćđur umsóknar?
3. Hversu langur er biđtíminn?
4. Hvađ margir hafa beđiđ lengst og hversu lengi er ţađ, hverjir hafa beđiđ styst, hversu stutt er ţađ?
5. Hve margir hafa fengiđ einhver svör viđ sinni umsókn og hvernig svör eru ţađ (flokka svörin) og hversu lengi voru ţeir búnir ađ bíđa ţegar ţeir fengu svör?
6. Hafa einhverjir sótt um oftar en einu sinni, ef svo er, hvađ margir og hverjir höfđu fengiđ svör viđ fyrri umsókn sinni og ţá hvers lags svör?
7. Hvađ margir hafa fengiđ synjun síđustu 10 árin og á hvađa forsendum?
8. Hvađ margir bíđa á listanum sem hafa fengiđ einhver svör viđ umsókn sinni en ţó ekki synjun?
9. Hvar eru ţeir sem bíđa nú búsettir?
10. Hvađ margir hafa sent ítrekun á umsókn sinni síđustu 3 árin?
Tillögunni var frestađ.
Fliss, háđ og spott á borgarstjórnarfundi
21.6.2018 | 09:33
Fliss, háđ og spott og ávirđingar og árásir á einstaka nýkjörinn borgarfulltrúa einkenndu samskipti borgarstjórnarinnar í garđ stjórnarandstöđunnar á fyrsta fundi borgarstjórnar 19. júní sl.
Ţetta kom mér mjög á óvart. Í tvígang taldi ég mig knúna til ađ fara í pontu og krefjast ţess ađ fólk hagađi sér vel, sýndi kurteisi, virđingu og vćri málefnalegt enda get ég ekki liđiđ ađ sitja ţögul viđ ţessar ađstćđur.
Ég spyr mig nú í upphafi starfs á nýjum vinnustađ hvort svona framkoma og hegđun hafi kannski tíđkast í gegnum árin? Mér sýnist ađ ţörf sé á skýrum samskiptareglum og ađ til sé viđbragđsáćtlun gegn einelti í borgarstjórn.
Ég hef áralanga reynslu af ţví ađ vinna međ samskipta- og eineltismál og hef skrifađ fjölmargar greinar um einelti á vinnustađ. Ég myndi gjarnan vilja heyra í öđrum borgarfulltrúum, fráfarandi og núverandi um hvort ţeir telji ađ einelti hafi tíđkast á ţessum vinnustađ.
Er borgarráđ "dauđadeild"?
19.6.2018 | 21:32
Fyrsti fundur minn í borgarstjórn hefur nú stađiđ á áttundu klukkustund og enn er nokkuđ eftir af málum. Ég hef tekiđ nokkrum sinnum til máls undir ýmsum liđum og hef einnig mótmćlt dónalegri framkomu eins borgarfulltrúa og ómálaefnalegri umfjöllun ţessa sama borgarfulltrúa. Ég hef flutt tillögu sem fjallar um ţađ ađ fela óháđum ađila ađ gera rekstrarúttekt á Félagsbústöđum (sjá tillögu í heild sinni hér neđar).
Tillagan fékk góđan stuđning frá hinum stjórnarandstöđuflokkunum en meirihlutinn ákvađ ađ vísa tillögunni til borgarráđs. Hvađ um hana verđur er spurning en eftir ţví sem ég skil er afar algengtađ ţar sofni tillögur stjórnarandstöđu svefninum langa. Mér er nú ađ verđa ţađ ljóst ađ sennilega bíđur ţessi málsmeđferđ flestra tillagna stjórnarandstöđunnar sem lagđar eru fram í borgarstjórn. Í borgarráđi hef ég ekki atkvćđarétt en hef tillögurétt og rétt til ađ tjá mig.
Borgarstjórn
19. júní 2018
Tillaga borgarfulltrúa Flokks fólksins um rekstrarúttekt á Félagsbústöđum
Borgarstjórn samţykkir ađ fela óháđum ađila ađ gera rekstrarúttekt á
Félagsbústöđum. Einnig úttekt á öryggi leigutaka og formi leigusamninga međ tilliti til stöđu
leigutaka. Úttektin skal liggja fyrir eigi síđar en á fyrsta borgarstjórnarfundi í september.
Greinargerđ:
Leiguverđ á íbúđum Félagsbústađa hefur í einhverjum tilfellum veriđ ađ hćkka og er ađ sliga
marga leigjendur. Einnig hafa fjölmargar ábendingar og kvartanir borist um ađ húsnćđi á
vegum Félagsbústađa sé ekki haldiđ viđ sem skyldi.
Óskađ er eftir úttekt á rekstri félagsins, ţar sem fariđ er yfir launamál stjórnenda ţess,
stjórnarhćtti og hlutverk fyrirtćkisins m.a. í ljósi misvísandi upplýsinga um annars vegar
hagnađ og hins vegar ríka fjárţörf. Ţađ er ýmislegt sem orkar tvímćlis ţegar rýnt er í rekstur
félagsins en ţađ skal ekki rekiđ í ágóđaskyni. Í ljósi ţess er athyglivert ađ Félagsbústađir hafi
sýnt svo mikinn hagnađ á liđnu ári. Óskađ er eftir ađ svarađ verđi spurningum um ţađ hvernig
hinn mikli hagnađur félagsins er myndađur og hvernig ţessir liđir eru fćrđir í bókhaldi
félagsins.
Í úttektinni ţarf m.a. ađ svara hvernig vinnubrögđ eru viđhöfđ viđ endurmat eigna og fćrslu
bókhalds í ţví sambandi. Er núverandi rekstrarform sem best til ađ ţjóna hagsmunum
notenda?
Skert heimaţjónusta í sumar. Nýji meirihlutinn segist hafa lausnir
13.6.2018 | 08:53
Frá kynningu nýs meirihluta í gćr á málefnasamningi sínum.
Ég, borgarfulltrúi Flokks fólksins vildi vita hvađ ţau ćtluđu ađ gera varđandi heimaţjónustuna sem verđur ađ skerđa í sumar vegna manneklu en ekki hefur fundist starfsfólk til ţess ađ sinna afleysingum. Ég vildi einnig vita hvort ţau hefđu rćtt ţetta langvinna, alvarlega vandamál í viđrćđunum.
Sjá má svar borgarstjóra hér ţegar rúmlega 8. mín. eru liđnar af upptökunni
Fć ég tćkifćri?
1.6.2018 | 08:33
Eineltismál hafa veriđ mér hjartans mál árum saman. Sem nýkjörinn borgarfulltrúi langar mig mjög ađ fá tćkifćri til ađ nýta áratuga ţekkingu mína og reynslu í eineltismálum í ţágu starfsmanna og barnanna í borginni. Spurning er um hvort mađur fái tćkifćri til ţess ef niđurstađan verđur sú ađ ég fari í minnihluta?
Sjá nánar um vinnu mína í eineltismálum á kolbrunbaldurs.is