Bloggfærslur mánaðarins, maí 2020

Ferðalög á kostnað útsvarsgreiðenda undantekning

Ég hef verið óþreytandi í að benda á kostnað vegna ferða embættismanna, borgarstjóra og hans aðstoðarmanns erlendis. Vonandi snarfækkar ferðum núna í kjölfar Covid-19 enda allir orðnir flinkir í fjarfundum. Á sameiginlegum fundi Skipulags- og samgönguráðs og Umhverfis- og heilbrigðisráðs var lagt fram yfirlit yfir ferðir ráðanna árið 2019. Hér erum við að tala um 12 milljónir sem vel mætt nota í þágu eldri borgara og öryrkja svo ekki sé minnst á börnin.
Bókun Flokks fólksins við yfirliti yfir ferðakostnað starfsmanna Umhverfis- og skipulagssviðs 2019:
Það fer gríðarmikið fé í ferðir erlendis hjá þessum sviðum, oft fara heilu hóparnir á ráðstefnur og e.t.v. í skoðunarferðir. Eiginlega er þetta ekki boðlegt enda allt á kostnað borgarbúa. Dagpeningar er stór hluti þessa kostnaðar og hefur fulltrúi Flokks fólksins lagt til að þeir verði lagðir af og í staðin tekið upp notkun viðskiptakorts eins og mörg fyrirtæki hafa tekið upp og er slíkt fyrirkomulag með ákveðnu hámarki eðlilega. Nú má vænta þess að ferðum snar fækki vegna þess að með
Covid-19 lærði fólk að nota fjarfundakerfi. 
Ferðalög á kostnað útsvarsgreiðenda ættu því að geta orðið alger undantekning. Í tilfelli þessa sviðs er upphæðin 12.139.972. fyrir árið 2019. Fulltrúi Flokks fólksins veltir fyrir sér hversu mikið borgarbúar hafa grætt á að þessar ferðir voru farnar?
 
Sjálf hef ég farið eina ferð á vegum borgarinnar, á fund oddvita til Osló.
Svo því sé haldið til haga. Ég reikna ekki með að fara frekari ferðir á þessu kjörtímabili, sé það alla vega ekki fyrir mér nú.

Áfengið tók allt, sjálfsmyndina líka

„Ég vissi alltaf að pabba þótti mjög vænt um okkur systkinin en sjúkdómurinn alkóhólismi var bara búinn að taka hann“

Vikan mynd

 

Kolbrún Baldursdóttir, borgarfulltrúi Flokks fólksins, hefur lengi barist fyrir því að börn alkóhólista fái sálfræðiþjónustu á vegum borgarinnar, en sú tillaga hefur ekki hlotið hljómgrunn. Kolbrúnu er þetta hjartans mál enda þekkir hún sjálf afleiðingar þess að alast upp við alkóhólisma á sjálfsmynd og sjálfsmat barna. Hún segist hafa verið komin á fullorðinsár þegar hún loks fór að trúa því að hún gæti eitthvað og væri einhvers virði.

„Ég er yngst fjögurra systkina og þegar ég fæddist bjó fjölskyldan á Víðimel hjá móðurömmu í agnarsmárri þakíbúð“ segir Kolbrún beðin um að gera grein fyrir bakgrunni sínum. „Pabbi var þá byrjaður að byggja í Sólheimunum, var í góðri vinnu á Keflavíkurflugvelli og foreldrar mínir voru fólk sem átti mikla möguleika á að koma sér vel fyrir. Á yfirborðinu var allt slétt og fellt og fallegt, fjögur börn og foreldrar og föðuramma mín sem bjó hjá okkur síðar í Sólheimunum,  virkilega falleg mynd utanfrá séð. En alkóhólismi pabba var búinn að vera að þróast í töluverðan tíma um það leyti sem ég er að fæðast og smátt og smátt fór þessi fallega mynd að molna og það endar með því að pabbi missti allt út úr höndunum og foreldrar mínir skildu þegar ég var sex ára. Þá vorum við búin að vera að þvælast milli staða, búa heima hjá móðurömmu minni í annað sinn í einni kös. Áfengið var búið að taka allt frá okkur.“

Kolbrún segir föður sinn hafa verið góðan mann, hjálpsaman, ljúfan og rólegan,  en hann hafi oft verið ofbeldisfullur þegar hann drakk og það hafi hann tekið út aðallega á móður hennar.

mynd í vikunni real

 

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband