Bloggfærslur mánaðarins, desember 2021
Eldumst heima - sérstök uppbygging svæða
23.12.2021 | 15:18
Fjölgun eldri íbúa er eitt af þeim verkefnum sem Reykjavíkurborg þarf að undirbúa. Hugmyndir nútímans ganga út á að eldra fólk geti búið sem lengst í eigin húsæði og það er hlutverk okkar í Reykjavíkurborg að aðstoða og skipuleggja slíka byggð.
Töluverður hluti húsnæðis í Reykjavíkurborg hefur ekki verið hugsaður til slíkra nota. Stoðþjónusta er einfaldlega ekki til staðar. Þar þarf að huga að útivist, áhugamálum, félagslegri þjónustu, heilsugæslu o.s.frv. Með slíkum forsendum er hægt að styðja myndarlega við löngun eldri borgara til að eldast heima hjá sér.
Ýmis vandamál geta komið í veg fyrir það að eldra fólki líði vel í núverandi húsakynnum sínum. Húsnæðið getur verið of stórt, of dýrt er að flytja, fólkið vill komast í rólegra umhverfi og stundum er langt í þjónustu við eldri borgara. Þetta er atriði sem við í Flokki fólksins viljum taka á og færa til betri vegar.
Á fundi borgarstjórnar 21. desember lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að svæði í borginni verði skipulögð þar sem sérstök áhersla er lögð á þarfir eldra fólks.
Engin þörf væri fyrir uppbyggingu leik- og grunnskóla eða aðra þjónustu sem hugsuð er fyrir börn og barnafjölskyldur. Einblínt yrði á t.d. útisvæði þar sem boðið er upp á alls konar afþreyingu og skemmtilegum garði eins og Hellisgerði, innisvæði þar sem unnt yrði að koma fyrir verkefnastofu, sameiginlegu svæði, aðstöðu fyrir heimahjúkrun svo fátt eitt sé nefnt.
Svæði sem þetta verður að höfða til eldri borgara og hvetja til útivistar og tómstunda. Aðkoma félaga eldri borgara yrði hér afar mikilvæg. Hugsa mætti sér sérbýli sérhönnuð fyrir þarfir eldra fólks með miðlægum þjónustukjarna. Gönguleiðir og strætisvagnaleiðir yrðu þaulhugsaðar með upphituðum skýlum. Gæta yrði öryggis í hvívetna.
Flokkur fólksins leggur til að efnt verði til samkeppni meðal arkitektastofa þar sem þeim er gefinn kostur á að skipuleggja svæði annars vegar fyrir fólk eldra en 60 ára og hins vegar fyrir fólk eldra en 75 ára. Fyrra svæðið yrði þá með meiri útivistarmöguleikum en hið síðara með meiri nærþjónustu eins og heimahjúkrun og sameiginlegu þjónusturými. Því ekki að stíga þetta myndarlega skref til móts við betra mannlíf til framtíðar fyrir mikilvægan hóp?
Afdrif tillögunnar í borgarstjórn
Tillagan er felld með tólf atkvæðum borgarfulltrúa Samfylkingarinnar, Viðreisnar, Pírata og Vinstri grænna gegn atkvæði borgarfulltrúa Flokks fólksins.
Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, Sósíalistaflokks Íslands og Miðflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Bókun Flokks fólksins við afgreiðslu tillögu Flokks fólksins um skipulagða byggð fyrir eldra fólk:
Tillögu Flokks fólksins um skipulagða byggð fyrir eldra fólk hefur verið felld nánast með þeim rökum að þetta sé ekki það sem þessi hópur þarf né vill.
Tillagan gekk út á að farið yrði í samkeppni um sérstaka uppbyggingu svæða víðs vegar sem yrði sérsniðið fyrir eldra fólk. Markmiðið er að gefa sem flestum tækifæri til að geta elst heima hjá sér við góðar aðstæður og er það hlutverk Reykjavíkurborgar að aðstoða og skipuleggja slíka byggð.
Töluverður hluti húsnæðis í Reykjavíkurborg hefur ekki verið hugsaður til slíks. Stoðþjónusta er einfaldlega ekki til staðar. Það þarf að hugsa til útivistar, áhugamála, félagslegrar þjónustu, heilsugæslu o.s.frv. Þjóðin er að eldast og því þurfi að horfa til þess hvernig Reykjavíkurborg ætlar sér að þjónusta eldri borgara sem best. Það er ekki seinna vænna en að fara að hugsa það strax.
Borgarskipulag á að vera lifandi, breytilegt og taka tilliti til allra hópa. Ef að ekki er hugsað til þarfa eldri borgara strax í skipulagi er slíkt einungis ávísun á óþarfa vandamál síðar meir. Flokkur fólksins hefur rætt um þetta mál við hagsmunasamtök og hugnast mörgum svæði sem þessi.
Fríar skólamáltíðir fyrir börn fátækra foreldra
7.12.2021 | 15:13
Hér er eru tvær þeirra en þær tengjast:
Tillaga nr. 1 um fríar skólamáltíðir fyrir þá verst settu:
Tillaga nr. 2
Tillaga vegna áskrifta, innlendrar og erlendrar ráðgjafar
Fulltrúi Flokks fólksins leggur til að fjárheimildir þjónustu- og nýsköpunarsvið verði lækkaðar um 27,5 milljónir , þar af verði áskriftargjöld lækkuð um 12,5 milljónir., útgjöld vegna innlendrar ráðgjafar lækkuð um 7 milljónir. og útgjöld vegna erlendrar ráðgjafar lækkuð um 8 milljónir. Fjárhæðinni verði varið til að mæta tekjutapi vegna frírra skólamáltíða barna einstæðra foreldra í leik- og grunnskólum, sbr. tillaga 1, sjá hér ofar
Greinargerð:
Þjónustu- og nýsköpunarsvið áætlar í ofangreind útgjöld 54 milljónir á næsta ári, þar af í áskriftargjöld 25 milljónir., útgjöld vegna innlendrar ráðgjafar 15 m.kr. og útgjöld vegna erlendrar ráðgjafar 14 milljónir. Tillagan gerir ráð fyrir að hagræðing í ofangreindum útgjöldum nemi um 50%. Tillagan felur í sér að þjónustu- og nýsköpunarsvið segi upp erlendum áskriftum að hluta til og samningum við erlend ráðgjafarfyrirtæki auk innlendra áskrifta og ráðgjafar.
Klapp!
2.12.2021 | 10:53
Fyrirspurn lögð fram í borgarráði.
Nýlega var tekið í notkun nýtt greiðslukerfi hjá Strætó bs. sem kallast Klapp. Kerfið er hamlandi fyrir öryrkja og fólk með þroskaskerðingu. Greiðslukerfið er rafrænt og virkar þannig að farsími eða kort er sett upp við skanna í vagninum þegar greitt er fyrir farið. Öryrkjar fá afslátt af Strætó-fargjaldinu en til að virkja afsláttinn þurfa þeir að skrá sig inn með rafrænum skilríkjum. Vandinn er sá að stór hópur fólks með þroskahömlun er ekki með rafræn skilríki. Sökum fötlunar geta þau ekki valið lykilorð og megi þau ekki fá aðstoð við það.
Fulltrúi Flokks fólksins vekur athygli á athugasemdum fatlaðs fólk og leggur hér fram eftirfarandi fyrirspurnir:
Hvað hyggst Strætó gera til að bæta úr þessum vanköntum?
Af hverju var ekki hugsað út í þarfir þessa hóps þegar verið var að hanna og þróa nýtt greiðslukerfi?
Hvernig á að hafa fyrirkomulagið á meðan verið er að leita lausna?