Engin skólaganga í boði fyrir einhverfa stúlku

Skóli án aðgreiningar getur ekki sinnt einhverfri stúlku en samt á skólinn að vera fyrir alla. Barn með einhverfu er ekki lengur með skólavist hér á landi.Það hefur lengi verið vitað að það er ákveðinn hópur barna sem líður illa í skólanum en í þessu tilfelli hefur barnið enga skólavist. Er þetta skóli án aðgreiningar að geta ekki boðið þessu barni þá þjónustu sem það þarf til að stunda skólann? Varla. Sorgleg staðreynd og hér er það staðfest enn og aftur að þessi metnaðarfulla ímynd um skóla fyrir öll börn er ekki að virka fyrir ÖLL börn og ekki nóg með það heldur er börnum sem þurfa sérhæfða þjónustu eins og þessu barni hreinlega vísað frá. Tek það fram að þetta er ekki kennurum og skólastjórnendum að kenna heldur hefur aldrei verið sett nægjanlegt fjármagn í þetta kerfi til að það virki eins og það ætti að gera og í samræmi við hugmyndafræðina. Eigum við ekki að fara setja mál barna og það allra barna í forgang í þessari borg? Til að skóli án aðgreiningar gangi upp þarf að vera þar fullnægjandi þjónusta fyrir öll börn sem eðli málsins samkvæmt eru með ólíkar þarfir. Svo bendir borgin á ríkið og öfugt. Hér má nefna að Klettaskóli er löngu sprunginn en hann er sérskóli og samkvæmt því sem fram kemur hjá borginni er ekki talin ástæða til að útbúa annað sambærilegt úrræði. 


Að eldri borgarar fái sveigjanlegri vinnulok

Ég hef lagt það til að borgin sem vinnuveitandi  leiti leiða til að bjóða upp á að vinnulok verði með sveigjanlegri hætti en nú er, þ.e. að starfslok séu við sjötugsaldur. Fjölmörg störf er hægt að bjóða eldri borgurum upp á þar sem sérstakrar líkamlegrar færni er ekki krafist. Aldrað fólk býr yfir miklum kostum, menntun og reynslu sem gerir það að góðum starfsmönnum. Borgin ætti að vera fremst í flokki enda stór vinnustaður og bjóða upp á sveigjanleika þegar komið er að starfslokum.  Sumir viljað hætta áður en  „70 ára“ markinu er náð, en aðrir vilja vinna lengur og þarf að koma til móts við þá. Sveigjanleikinn er allra hagur og borgaryfirvöld geta með virkum hætti stuðlað að því að hann verði sem mestur. Það helsta sem boðið er upp á nú er heimild til að óska eftir undanþágu til eins árs í einu. Ekki er vitað hversu auðfengið slík undanþága er. Einnig er hægt að hafa starfsmenn lausráðna í tímavinnu eftir 70 ára og af því er reynsla t.d á Droplaugartöðum. En betur má ef duga skal. Hér er hægt að gera svo miklu meira enda það sem nú er í boði afar takmarkað.


Bloggfærslur 12. apríl 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband