Mikið atvinnuleysi?

Það er engum blöðum um það að fletta að það er heilmikið atvinnuleysi á Íslandi um þessar mundir. Atvinnuleysi er auk þess eitthvað sem er hægt að mæla á hverjum tíma með nokkrum áreiðanleika. Umræðan um gríðarlegt atvinnuleysi er nánast dagleg. Þess vegna undrast maður yfir því að einnig daglega, eru blöðin stútfull af atvinnuauglýsingum.

Víða er ekki betur séð en það vanti fólk í hin fjölbreyttustu störf. Sjálf er mér kunnug um lausar stöður sem ekkert hefur gengið að ráða í. Ástæðan er m.a. sú að viðkomanda sem boðið hefur verið staðan er á bótum og vill halda áfram að vera á bótum eins lengi og mögulegt er. Bjóðist aðila starf fyrir milligöngu VMST sem hann neitar að taka veldur það missi bótaréttar í 40 bótadaga.

Hópur atvinnulausra er ekki einsleitur. Sumir atvinnulausir þiggja með þökkum að fá vinnu enda þótt hún sé ekki alveg á þeirra sér-eða áhugasviði. Þetta er fólk sem umfram allt vill vinna jafnvel þótt launin séu lægri en bæturnar. Öðrum þykir e.t.v. bara gott að vera á bótunum eins lengi og þeir mögulega geta og hafna því vinnutilboðum eins lengi og þeir geta.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband