Hráki fyrir horn

Nú keppumst við frambjóðendur til stjórnlagaþings um að skrifa pistla um afstöðu okkar til ýmissa mála tengdum stjórnarskránni og endurskoðun hennar.  Auðkennisnúmer frambjóðenda svífa yfir hvert sem litið er.

Mér datt í hug að slaka aðeins á hvað þetta varðar enda óvíst hverju skrifin skila og segja frekar frá skondnu atviki í dag sem ég var óbeinn þátttakandi í.

Ég kom á hraðferð fyrir horn í Mjóddinni. Handan hornsins, í orðsins fyllstu merkingu, stóðu þrjú ungmenni úti að reykja. Á sama tíma og ég strunsa fyrir hornið hrækir eitt þeirra.
Ég sá þessa stóru hvítu slummu svífa í átt að buxnaskálminni, stífa vegna kuldans.  Sá sem hrákann átti sýndi svipbrigði undrunar og smá streitu.

Þetta var svo innilega óvart hjá greyið stráknum. Þess vegna gat ég ekki annað en haft gaman að þessu. Að fá á sig hráka fyrir horn með þessum hætti er sannarlega óvænt og dálítið skemmtilegt líka þótt það sé að sjálfsögðu mesti ósiður að hrækja á götuna.  Ég mun á efa muna eftir þessu atviki hverju svo sem kosningu til stjórnlagaþings líður.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þú hefur ekki getað varist þessum hráka með japönskum sjálfsvarnaraðferðum?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 20:14

2 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Kom of snöggt, þarf eiginlega að ganga um með brúna beltið mitt í Karate. Sæist það ekki fyrir horn?

Kolbrún Baldursdóttir, 12.11.2010 kl. 20:18

3 identicon

Las einu sinni skemmtilega vignéttu í Úrvali, þar sem kona nokkur uppgötvaði stóra kónguló í bílnum sínum, stökk úr honum, læsti og kallaði lögreglumann til vettvangs. Sá átti nú svolítið erfitt með sig, þar sem hún var greinilega að koma af æfingu, í karatebúning, skrýdd svörtu belti.

Ætli brúna beltið þitt og prestakraginn minn séu ekki álíka tvíbent skilaboð við mismunandi aðstæður?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 12.11.2010 kl. 21:00

4 Smámynd: Kolbrún Baldursdóttir

Við getum prófað að skreyta okkur með hvorutveggja í senn, sjá hvað það gerir. Ég skal lána þér beltið mitt og fæ svo kragann þinn lánaðan þegar þú ert búinn að gera tilraun með þetta. 

Kolbrún Baldursdóttir, 12.11.2010 kl. 21:18

5 Smámynd: Grefill

Þetta er leiðindaósiður og kækur sumra að þurfa stöðugt að vera að hrækja þar sem annað fólk gengur um. Ég hef bent sumum á hvað þetta er ógeðslegt og orðið var við að sumir hafa bara ekki leitt hugann að því sem þeir voru að gera ... hafa sem sagt hrækt í hugsunarleysi, en fatta strax hvaða ósiður þetta er þegar þeim er bent á það.

Grefill, 12.11.2010 kl. 21:33

6 Smámynd: Svanur Gísli Þorkelsson

Tu tu

Svanur Gísli Þorkelsson, 13.11.2010 kl. 00:55

7 Smámynd: Hrólfur Þ Hraundal

Þegar ég var barn og strákur í sveit þá voru til hráka meistarar sem hefðu getað hitt einseyring á fimmmetra færi, en svoleiðis peningar voru til í þá daga og voru úr kopar og söfnuðu spansgrænu. 

Þessir snillingar tóku allir í vörina, neðrivörina öfugt við þá aula sem nú dæla með pumpum í efrivörina og kunna ekki að spýta enda hráka dallar aflagðir á opinberum stöðum.  

Við óþrifum af hrákum og jóturgúmi tekur nú náttúran sem og vönduð mannvirki sem stéttar og gangbrautir sem lagðar hafa verið til að sómakærar konur þyrftu ekki að draga pilsfaldanna í forinni.

 

          

Hrólfur Þ Hraundal, 13.11.2010 kl. 10:12

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband