Gróði bankanna

Nú er það stöðugt í fréttum hvað viðskiptabankarnir moki inn gríðarlegu féi í gegnum þjónustugjöld og vexti. Kúnnar njóta lítils góðs af þessu á meðan eigendur bankanna hlaða undir sig fjámagni og laun yfirmanna eru ekki í neinum takt við raunveruleikann. Þarna er fámennur hópur sem verður æ ríkari og ríkari á kostnað kúnnanna. Í allri þessari evru umræðu hafa heyrst raddir að hinn almenni borgari sem á einhvern aur í banka geti allt eins sett fé sitt á reikninga erlendis. Þetta er sérstaklega í ljósi þess að framtíðin hér.. þetta með sveiflukennda krónu og allt það sé bara verulega ótrygg. Seðlabankinn mun náttúrulega ekki endalaust getað hækka stýrivexti.
Hvað myndi gerast ef hópur fólks tæki peningana sína úr bönkum landsins, skiptir þeim yfir í evrur eða dollara og stofnar reikninga í bönkum erlendis. Er það raunhæfur möguleiki? Er það sniðugur möguleiki? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband