Í NÆRVERU SÁLAR komnir á kolbrunbaldurs.is

Nú er hægt að sjá þættina Í nærveru sálar sem sýndir voru á ÍNN á árunum 2009 og 2010 á vefnum www.kolbrunbaldurs.is
Höldum saman gegn einelti og kynferðislegri áreitni.

Um er að ræða valda þætti, sérstaklega þá sem tengjast eineltismálum, einelti og kynferðislegri áreitni á vinnustað; einelti meðal barna og unglinga og viðtal m.a. við Rögnu Árnadóttur og Þórhildi Líndal um einelti eins og það kemur fram í íslenskum lögum.

Einnig er þar að finna þátt sem margir hafa spurt um og ber titilinn Skyggnst inn í heim lesblindra en þar lýsir ung kona með ótrúlegum hætti hvernig lífið getur gengið fyrir sig þegar glímt er við slæmt tilfelli af lesblindu.
Svavar Knútur ræðir um tölvufíkn eða tölvueinsemd eins og það er stundum kallað og síðast en ekki síst er þáttur um hvernig má kenna börnum að varast þá sem hafa í hyggju að beita þau kynferðisáreiti eða ofbeldi. Þessi þáttur er hugsaður fyrir foreldra og fagfólki skóla.

Fleiri þættir koma inn á vefinn innan tíðar m.a. um:
PMT uppeldistækni
Hugræna atferlismeðferð
Dáleiðslu
Áhyggjur og kvíða hjá ungum börnum
Leiðrétting  á kyni þar sem Anna Kristjánsdóttir ræðir um líf sitt og reynslu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Takk fyrir þetta Kolbrún.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 25.10.2011 kl. 20:19

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband