Hvað er í kjötinu sem við borðum?

Hversu heilnæm og örugg matvæli eru á markaðinum? Nú hefur það verið opinberað að ýmis efni, ekki bara einhver rotvarnarefni heldur einnig vatn er sprautað í a.m.k. sumar  kjötvörur sem við leggjum okkur til munns. Einnig hef ég heyrt að t.d. kjúklingabringur séu sprautaðar með sykri.
Ég vil hrósa þeim aðilum sem hafa komið fram með þessar upplýsingar jafnvel í óþökk einstakra framleiðenda. Ég er ein af þeim sem les yfirleitt innihaldslýsingar á matvælum en nú finnst mér ég ekki geta treyst á þær lengur. 
Getum við ekki gert kröfur um að innihaldslýsingar séu hárnákvæmar og einnig verið örugg um að matvælaeftirlitið geri stikkprufur endrum og sinnum. 
Hráefni sem er komið fram yfir síðasta söludag eru sögð seld til veitingastaða og í mötuneytin. Er þetta virkilega satt? Það er eiginlega ekki beint rómantískt að fara út að borða lengur.

  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband