Fleiri upplýsingar um sjálfsvíg eldri borgara

Til fróđleiks. Upplýsingar byggđar á minni tćplega 17 ára reynslu sem sálfrćđingur og einnig  úr ţessari ágćtu bók sem ég nefndi.

Hvort sem um er ađ rćđa eldri borgara eđa ungt fólk ţá eru karlar í miklum meirihluta ţeirra sem svipta sig lífi.
Karlar velja frekar einhver vopn til verknađarins en konurnar velja mildari leiđir ef hćgt er ađ orđa svo t.d. ofurskammt af lyfjum
Hjúskaparstađa er mikil áhrifabreyta sérstaklega hjá eldra fólki. Ţví má segja ađ einmannaleiki sem er fylgifiskur ţess ađ vera fráskilinn eđa ađ hafa misst maka sinn sé einn stćrsti áhćttuţáttur í sjálfsvígshćttu eldri borgara.

Má greina ađvörunarmerki?
Allar meiriháttar breytingar sem ekki hafa sérstakar ástćđur ađ baki geta veriđ hćttumerki. Eins og aukiđ tal um dauđann, tilhneiging til einangrunar, ţunglyndi, ţörf fyrir ađ gefa eignir, undirbúningur erfđarskrár, kaup/útvegun á lyfjum (söfnun lyjfa).

Ţađ getur veriđ erfitt fyrir lćkna og ađstandendur eldri borgara ađ átta sig á hvort viđkomandi er í sjálfsvígshćttu. Tal um dauđann er ekki óalgengt ţegar aldurinn fćrist yfir. Einnig er algengt ađ eldra fólk byrji ađ ráđstafa eigum sínum til afkomenda sinna.

Hvernig er best ađ bregđst viđ ef grunur leikur á ađ viđkomandi eldri borgari sé ađ gćla viđ ţá hugsun ađ svipta sig lífi?
*tala um ţađ beint
*spyrja beint út

Ef spurt er beint eru miklar líkur á hreinskilnu svari. Sá sem er ađ pukrast međ sjálfsvígsgćlur upplifir oft mikinn létti og gefur ţessum ađila tćkifćri til ađ rćđa málin. Leyndarmáli sem ţessu fylgir mikiđ álag.

Hvernig er hćgt ađ ađstođa?
*huga ađ bćttri félagslegri stöđu, tengja viđkomandi öđru fólki á öllum aldri og ekki hvađ síst fólki á svipuđum aldri
*skođa heilsufar, líkmalegt og andlegt
*skođa fjárhagsstöđu, bćta úr ef ábótavant
*hjálpa til ađ létta á áhyggjum


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Haraldsson

Já Kolbrun viđ verđum ađ berjast innan okkar flokks  um málefni eldri borgara og ţađ sem ţeir hafa til ađ lifa af í ţessu stressţjóđfelagi okkar/Kveđja Halli Gamli

Haraldur Haraldsson, 4.3.2007 kl. 15:39

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband